Úrval - 01.12.1942, Page 67
VILJIÐ ÞÉR HÆTTA AÐ REYKJA?
65
ur á dag, en kvenna 11, og hjá
flestum færist tóbaksnotkunin í
vöxt. Þessi reykingavani, sem í
margra augum er aðeins lítil-
fjörlegur þáttur daglegs lífs, er
raunar táknrænn að því er
snertir grundvallarstefnu í
menningu nútímans. — Hun
lýsir sér í því, að þeim fjölgar
óðum, er gerazt þ r æ 1 a r van-
ans, í stað þess að vera
drottnar hans.
Til þess að komast að raun
um, hvernig þessu djúprætta
vandamáli veiklaðrar skapgerð-
ar væri háttað, hefir The
Psycholigical Corporation (Sál-
fræðifélagið) látið gera athug-
un á 1000 mönnum, sem voru
eða höfðu verið forhertir reyk-
ingamenn. Af þeim voru 145
hættir að reykja. Nálægt helm-
ingur hinna 855 hættu um stund-
arsakir, en ekki getað gengið af
vananum dauðum. Flestir höfðu
gefið upp alla von um að það
tækizt, en þó voru 28%, sem
langaði stöðugt til að hætta. En
þeir gátu það ekki.
Ástæðurnar, sem þeir höfðu
fram að færa, voru einkum
þessar:
„Ég er ekki nægilega vilja-
sterkur."
„Ég get ekki verið án þess.“
„Ég er of veiklundaður.“
„Hætti einu sinni, en get það
ekki aftur.“
„Hvers vegna get ég það ekki.
— Það langaði mig til að vita.“
Þetta er vissulega raunaleg
lýsing á miklum hluta hinnar
vöxnu kynslóðar. Samkvæmt
nýjum athugunum Dr. Ray-
mond Pearl, þá vitum við, að
reykingamenn verða ekki eins
langlífir og hinir, sem ekki
reykja. En þrátt fyrir það, að
milljónir manna skilja skaðsemi
tóbaksreykinga, játa þeir jafn-
framt vanmátt sinn í viðureign-
inni við þennan ríka vana.
Meiri hluti hinna 145 manna,
sem hafði tekizt að hætta reyk-
ingum, og margir þeirra er
höfðu hætt um stundarsakir,
lýstu yfir ánægju sinni með
breytinguna.
„Ég svaf betur og hóstaðt
ekki.“
„Betra bragð í munninum.“
„Fékk næmari ilman.“
„Betri matarlyst."
Aðrir voru enn hrifnari og
sögðu:
„Ég veit ekki, hvernig á þvi
stendur, en mér líður öllum
betur.“
„Það gerði mig að nýjum
manni, að ég gat loksins hætt.“