Úrval - 01.12.1942, Side 68

Úrval - 01.12.1942, Side 68
‘86 ÚRVAL „Ég fékk aukinn siðferðileg- an styrk.“ Hér höfum við yfirlýsingar, sem eru alveg gagnstæðar þeim, er hinir gáfu, er ekki gátu hætt. Það er eftirtektarvert, hvernig sigurinn yfir gömlum vana, skapaði mörgum aukna vellíð- an og meiri skapgerðarfestu. „Ég þekki þetta sjálfur. f 23 ár reykti ég sígarettur stöðugt, stundum 60 á dag. í fyrstu gat ég hætt í eina eða tvær vikur, en upp á síðkastið hafði mér aldrei tekizt það nema dag og dag. Loks ályktaði ég, að at- huganir mínar á þessu vana- vandamáli hefðu ekki verið nógu gaumgæfilegar. Þess vegna ákvað ég, áður en ég reyndi á ný, að sigrast á þess- um óvini samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun. Hér á eftir fer útdráttur úr áætlun þessari, skrifaðri átta mánuðum áður en ég hætti reykingum: Máttur reykingavanans liggur í röð tauga- og vöðvahræringa, sem er mjög auðvelt að koma af stað. Áhrifin snerta allan líkamann. Þegar þessar hræringar eiga sér ekki stað, skapast sár þörf fyrir þær, og þegar byrjað er, verður að halda áfram til ■enda. Þess vegna ætla ég, í stað þess að stöðva þessa hræringa-röð að trufla gang hennar. Þegar ég teygi mig eftir sígarettu, ætla ég að leggja hana frá mér aftur og bíða — það brýtur venjuna. Stundum kveiki ég í, en í stað þess að fá mér reyk, drep ég aftur í sígarettunni og bíð nokkr- ar mínútur. Þegar ég er heima á kvöldin, set ég pakkann á arinhill- una og ákveð fyrir fram, hvenær ég ætla að fá mér sígarettu næst. Það getur vel verið að mig langi í síga- rettu áður en stundin er komin, en til þess að ná í hana, verð ég að ganga yfir að arinhillunni. Með því að gera það, hefi ég rofið hringrás vanans, og stundum mun mér takast að minnka reykingar mínar með þessu móti. 1 stuttu máli: Ég mun kappkosta að trufla, tefja og brjóta í bág við þessa ósjálfráðu röð vanahræringa. Ég ætla að gera þetta í 6 mánuði, og rjúfa þannig það kerfi, sem ég hefi verið mörg ár að skapa og full- komna. Þegar þar að kemur, ætti ég að geta hætt í einn eða tvo daga, síðan í viku og loks að fullu. Ég ákveð enga dagsetningu, en feta mig áfram.“ Ég gerði þessa áætlun í júní 1937. í janúar 1938 gat ég hætt í einn eða tvo daga. Frá 1. febrúar hefi ég ekkert reykt. Er nú þessi aðferð heppileg f yrir reykingamenn yfirleitt ? Sálfræðingar eru á einu máli um það, að engin regla sé svo algild, að hún hæfi í öllum tilfellum. Flestir þeirra munu einnig fall- ast á, að regla Williams James
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.