Úrval - 01.12.1942, Side 68
‘86
ÚRVAL
„Ég fékk aukinn siðferðileg-
an styrk.“
Hér höfum við yfirlýsingar,
sem eru alveg gagnstæðar þeim,
er hinir gáfu, er ekki gátu hætt.
Það er eftirtektarvert, hvernig
sigurinn yfir gömlum vana,
skapaði mörgum aukna vellíð-
an og meiri skapgerðarfestu.
„Ég þekki þetta sjálfur. f 23
ár reykti ég sígarettur stöðugt,
stundum 60 á dag. í fyrstu gat
ég hætt í eina eða tvær vikur,
en upp á síðkastið hafði mér
aldrei tekizt það nema dag og
dag. Loks ályktaði ég, að at-
huganir mínar á þessu vana-
vandamáli hefðu ekki verið
nógu gaumgæfilegar. Þess
vegna ákvað ég, áður en ég
reyndi á ný, að sigrast á þess-
um óvini samkvæmt fyrirfram
gerðri áætlun.
Hér á eftir fer útdráttur úr
áætlun þessari, skrifaðri átta
mánuðum áður en ég hætti
reykingum:
Máttur reykingavanans liggur í
röð tauga- og vöðvahræringa, sem er
mjög auðvelt að koma af stað.
Áhrifin snerta allan líkamann. Þegar
þessar hræringar eiga sér ekki stað,
skapast sár þörf fyrir þær, og þegar
byrjað er, verður að halda áfram til
■enda. Þess vegna ætla ég, í stað þess
að stöðva þessa hræringa-röð að
trufla gang hennar. Þegar ég teygi
mig eftir sígarettu, ætla ég að leggja
hana frá mér aftur og bíða — það
brýtur venjuna. Stundum kveiki ég
í, en í stað þess að fá mér reyk, drep
ég aftur í sígarettunni og bíð nokkr-
ar mínútur. Þegar ég er heima á
kvöldin, set ég pakkann á arinhill-
una og ákveð fyrir fram, hvenær ég
ætla að fá mér sígarettu næst. Það
getur vel verið að mig langi í síga-
rettu áður en stundin er komin, en
til þess að ná í hana, verð ég að
ganga yfir að arinhillunni. Með því
að gera það, hefi ég rofið hringrás
vanans, og stundum mun mér takast
að minnka reykingar mínar með
þessu móti.
1 stuttu máli: Ég mun kappkosta
að trufla, tefja og brjóta í bág við
þessa ósjálfráðu röð vanahræringa.
Ég ætla að gera þetta í 6 mánuði, og
rjúfa þannig það kerfi, sem ég hefi
verið mörg ár að skapa og full-
komna. Þegar þar að kemur, ætti ég
að geta hætt í einn eða tvo daga,
síðan í viku og loks að fullu. Ég
ákveð enga dagsetningu, en feta mig
áfram.“
Ég gerði þessa áætlun í júní
1937. í janúar 1938 gat ég hætt
í einn eða tvo daga. Frá 1.
febrúar hefi ég ekkert reykt.
Er nú þessi aðferð heppileg
f yrir reykingamenn yfirleitt ?
Sálfræðingar eru á einu máli um
það, að engin regla sé svo algild,
að hún hæfi í öllum tilfellum.
Flestir þeirra munu einnig fall-
ast á, að regla Williams James