Úrval - 01.12.1942, Qupperneq 71
Orustan um Krít markar timamót
í söfju hertækninnar.
Dunkirk Miðjarðarhafsins.
Úr bókinni „Undanhald til sigurs“
eftir Allan A. Michie.
j||||K EGAR brezka herliðið var
lllr flutt á brott frá Grikk-
landi, varð herstjórn Breta að
taka ákvörðun um það, hvort
Krít skyldi varin. Hún gat gef-
ið Þjóðverjum eyna, án þess að
eyða þar einu einasta skoti, og
með því móti sparað þúsundir
mannslífa. Bretar ákváðu að
ber jast og orustan um Krít varð
mikilvægur liður í áætlunum
þeirra um að tefja fyrir f jand-
mönnunum, en það hafði ein-
kennt hernað Breta frá því, er
þeir þurftu að flytja lið sitt á
brott frá Dunkirk.
Vörn Breta á Krít veikti mjög
flugher Þjóðverja einmitt á því
tímabili, þegar sameiginleg flug-
vélaframleiðsla Breta og Banda-
ríkjamanna var að því komin
að ná framleiðslu Þjóðverja.
Hitler varð að beita hverju ein-
asta drápstæki, sem hann hafði
yfir að ráða, til þess að sigra.
Og þegar hætt var að berjast,
var Krít eins og legstaður flug-
véla. Um 200 orustuflugvélar
og sprengjuflugvélar höfðu ver-
ið skotnar niður og um 250
flutningaflugvélar lágu þar eins
og hráviði.
Meira en 17.000 Þjóðverjar
höfðu fallið og særzt. Að
minnsta kosti f jórðungur hinna
þaulæfðu fallhlífahermanna, er
beitt var, hafði fallið. Fyrsta
fallhlífasveit Þjóðverja — og
hún var sú eina, sem þeir höfðu
á að skipa um þetta leyti — var
svo illa leikin, að hún gat ekki
tekið verulegan þátt í hernaðar-
aðgerðum í Rússlandi fyrr en
26. september, þegar menn úr
henni gerðu misheppnaða árás
á Krímskaga.
Þrátt fyrir þetta var sigur-
inn á Krít greinilegasti sigur-
inn, sem flugher hafði unnið á
sjóher til þess tíma. Bretar og
bandamenn höfðu orðið að
gjalda mikið afhroð, því að þeir
misstu um 15.000 menn fallna,
særða eða fangna, en það var