Úrval - 01.12.1942, Qupperneq 78
Hundseðlið og mannseðlið er skyldara
en margnr hyg-gnr.
„Milli manns og hests og hunds
Grein úr „The Century Magazine“
eftir Fred C. Kelly.
1—I UNDUM svipar ef til vill
* * aldrei meira til manna en
þá, er þeir varna öðrum að
njóta þess, sem þeir kæra sig
ekki hót um sjálfir. Hversu oft
verður okkur ekki þetta sama
á! Það eru jafnvel dæmi þess,
að menn hafi gift sig til þess
eins, að koma í veg fyrir að
annar hreppti hnossið. Þó að
gæflyndi rakkinn minn, Jimmy,
hafi nagað hverja tætlu af bein-
inu sínu, getur hann orðið bæði
hryggur og reiður, ef einhver
aðvifandi hundur lítur það
girndarauga. Hvað þetta er
mannlegt! Jimmy fæst tæpast
til að eta, ef öðrum hundum er
gefið í námunda; hann er svo
önnum kafinn við að athuga,
hvað þeim hafi verið borið.
Hann hefir miklu meiri áhuga á
því, sem þeir fá en hann sjálf-
ur, og tekur ekki á heilum sér,
meðan þeir eiga óetinn bita. Hér
er máske að finna upptök þeirr-
ar mannlegu tilhneigingar, að
vera ekki ánægður með það,
sem maður hefir, enda þótt það
sé nóg, en vera stöðugt að gefa
náunganum gætur og athuga,
hvernig gangi hjá honum.
Badger gamli hefir dálítið
annan hugsunarhátt en Jimmy.
Hann etur með beztu lyst, með-
•an eitthvað er eftir í dalli hans.
En hann er matbráður, og er
venjulega búinn með skammt-
inn sinn langt á undan öðrum
hundum. Jafnskjótt og hann
hefir lokið sínu, fer hann að
urra, bersýnilega vegna þess, að
hinir eiga enn mat eftir, en
hann engan. Mig grunar, að
mörgum okkar sé líkt farið,
enda þótt við dyljum betur til-
finningar okkar.
Að sjálfsögðu má verða var
við greinilega afbrýðisemi hjá
hundum. Rithöfundurinn Booth
Tarkington sagði mér einu
sinni sögu af tveim hundum;
hann átti sjálfur annan, en H.
L. Wilson hinn. Mennirnir höfðu
búið saman í Evrópu og haft
hunda hjá sér. Tarkington og