Úrval - 01.12.1942, Side 87
Hershöfðingjarnir Rommel og
von Bock eru
Andstœður í
herstjórn.
Grein úr „The American Mercury“
eftir William Bayles.
1. Nazistinn Rommel.
rwin Rommel marskálkur
er hávaxinn og grannholda,
með ljósjarpt hár og að öllu
leyti hinn vígalegasti. Kunnáttu
sína, í því að stjórn öðrum,
hlaut hann í nazistaflokknum.
I hinu nýja Þýzkalandi merkir
nafn hans „hin hraða elding“.
Þjóðverjar hafa, meira að segja,
myndað sagnorð af heiti hans,
,,zu rommeln", sem þýðir: að ná
settu marki fljótar en nokkrum
hefir áður tekizt.
Þýzkaland hefir aldrei átt
herstjóra svipaðan Rommel.
Hann brýtur allar erfðavenjur
heryfirvaldanna. Hann ber ekki
,,von“ framan við nafn sitt. Hann
er ekki afkomandi prússnesku
herstéttarinnar, heldur verka-
mannssonur frá Bæheimi. Hann
hefir ekki einu sinni tekið her-
mennskustigin. Árið 1918 yfir-
gaf hann herinn og gerðist lög-
reglumaður, flokksbundinn naz-
Herforusta Þýzkalands greinist í
tvo ákveðna flokka: hina gömlu
prússnesku aðalsmenn og hina
almúgabornu nazista nýja timans.
Flokkar þessir geta að vísu starfað
saman, en aldrei að fullu runnið til
heildar, og sambúðin, þeirra í milli,
er hlaðin pólitísku sprengiefni. Þeir
hershöfðingjanna, sem bezt einkenna
hina tvo flokka, stjórna nú hernaðar-
aðgerðum á vígstöðvunum í Norður-
Afríku og við Stalingrad.
isti, lífvörður Hitlers, S. S.-
foringi og stjórnmálamaður.
Hann gekk ekki í herinn að
nýju fyrr en Hitler tók að
skipuleggja árásaráform sín.
Jafnvel þá var hann ekki tek-
inn í tölu hinna hertignu, held-
ur tilheyrði hann svokölluðum
„Hitlercirkus“, en svo var nán-
asta málalið persónulegra vina
og hernaðarráðgjafa foringjans
nefnt af gömlu hershöfðingjun-
um. Hin skjóta hækkun hans í
tign, frá sveitarforingjastöðu
árið 1937 til hershöfðingjadóms