Úrval - 01.12.1942, Side 88
86
ÚRVAL
árið 1941, á sér hvergi saman-
burð í þýzkri hernaðarsögu, og
eftir að hann hafði hertekið To-
bruk á s.l. vori, gaf Hitler hon-
urn marskálksnafnbótina. Sókn-
arhraði herja hans í Evrópu og
Afríku er með eindæmum. Harð-
sækni og öfgaferigni eru svo
ákaft ríkjandi í skapferli hans,
svo sem margra annarra for-
vígismanna nazista, ásamt
stjórnlausu hugrekki og fífl-
djörfu ofurkappi, að heimurinn
stendur á öndinni af undrun.
Rommel á Hitler að þakka
alian sinn frama. Hitler kynnt-
ist honum fyrst í Wirttemberg
árið 1920, en Rommel var þá
starfandi í lögregluliði borgar-
innar. 1 lok styrjaldarinnar var
hann annar undirforingi í hern-
um að tign. Eitt sinn á stríðs-
árunum vann hann það sér til
frægðar, að stjórna hliðarárás
á f jandmannaherinn í Dieussen-
dalnum, og hlaut hann fyrir það
„Pour le Mérite“ orðuna. Þrátt
fyrir það var honum ekki ætlað
sæti í landvarnaliðinu (Reich-
wehr) eftir stríðið, svo að hann
skipaði sér í hóp hinna óánægðu
og berorðu atvinnukref jenda.
Herspekingar nazista hafa
reynt að klóra yfir þessa vand-
skýranlegu eyðu í lífsferli Rom-
mels með því að slá því fram,,
að hann hafi allan tímann verið
meðlimur „svarta landvarnaliðs-
ins“ (Schwarze Reichswehr),
leynifélagskapar meðal yfir-
manna hersins, sem starfrækt-
ur hafi verið í blóra við skuld-
bindingar Þýzkalands, og að
honum hafi verið komið fyrir í
lögregluliðinu sem „laumufar-
þega“.
En kunningi Rommel-fjöl-
skyldunnar í Berlín hefir skýrt:
svo frá, að hinn ungi Rommel
hafi komið til sín árið 1919,
klæðlítill og illa haldinn, og beð-
ið sig ásjár. Vildi Rommel fá
styrk til að komast úr landi til
Bandaríkjanna. En kunninginn
hvatti Rommel til að dveljast
kyrr í Þýzkalandi og hjálpaði
honum til að ná stöðu í lög-
regluliðinu.
Rommel var sannfærður um,
svo sem þúsundir annarra
þýzkra hermanna, að Þýzka-
land hefði í raun og veru unnið
stríðið, en hefði ekki fengið að
njóta sigursins sökum stjórn-
málalegs undirferlis. Hinar
margítrekuðu ofstækissæringar
Hitlers, um endurheimt vald og
heimsyfirráð, ólu mjög á þess-
ari skoðun Rommels. Hann gekk
í hinn herskáa flokk nazista og