Úrval - 01.12.1942, Page 98
ÚRVAL
56
matar síns standandi, því að
ekki voru föng á að kaupa stóla
og bekki. Mötuneytið var sam-
eiginlegt og lagði hver það fram,
sem efni leyfðu.
I ágústmánuði 1937 hófst
flótti háskólanna. Sumir settust
að í íbúðarhúsum eða gömlum
bænahúsum, aðrir í hellum upp
til fjalla. Þegar háskólinn í
Nanking fluttist til Chungking,
byggðu stúdentar og kennarar
bráðabirgðaskýli úr kassafjöl-
'um og brenndum múrsteini.
Kennarana skorti bækur og
kenndu því að mestu eftir minni.
Margar stundir á degi hverjum
höfðust kennarar og nemendur
við í loftvarnabyrgjum.
Varðveisla heilsunnar er erfið
viðfangs. Nemendur þjást af
fæðuskorti og illri aðbúð, en
læknar eru fáir og hörgull á
nauðsynlegum tækjum og lyfj-
um.
1 suðvestur Kína var ég við-
staddur kennslustund í verk-
fræði, sem fram fór í gömlu
bænahúsi. Á veggjum gat að
líta óhugnanlegar myndir guð-
anna og hinir trúuðu lágu þar
allt um kring og þuldu bænir
sínar. Utan úr horni mátti
greina veimiltítulega rödd há-
skólakennarans. Stúdentarnir
og hinir trúuðu vöndust furðu
fljótt samvistunum.
„Hvernig getið þér kennt
verkfræði við þessi skilyrði,“
spurði ég.
„Kennslan er að mestu verk-
leg,“ var svarið. „Þannig kenn-
um við nemendunum lagningu
járnbrautateina með því að láta
þá vinna verkið.“
I norður Kína heimsótti ég
skóla, sem var á hrakhólum.
Þar stunduðu 600 stúdentar
nám. Pappír var fyrir gluggum
og upphitun engin. Tilrauna-
stofurnar voru eins vel úr garði
gerðar og föng voru á, en skort-
ur var þó á flestu. í stofu for-
stöðumannsins voru myndir af
tveim háskólum.
„Myndin til hægri er af gömlu
húsakynnunum okkar, sem nú
eru í höndum óvinanna. Hin er
af fyrirhugaðri byggingu skól-
ans, sem hér á að standa.“
„En þegar ófriðnum lýkur og
þið flytjið til fyrri heimkynna?"
spurði ég.
„Þá verða skólarnir tveir.
Þetta hérað þarf einnig á skóla
að halda.“