Úrval - 01.12.1942, Síða 99
MIKHAILOVITCH SERBAKAPPI
97
Mikhailovitch Serbakappi.
Framhald af bls. 39.
hann nefnir svo. Her hans gefur
út peninga og hann hefir hrað-
virkari og kænni lögreglu en
sjálfir Þjóðverjar.
Mikhailovitch fæddist á þeim
stað í Júgóslavíu, þar sem frels-
isástin hefir ávallt verið heit-
ust, í Pozharevac, skammt frá
Belgrad, þar sem fræknustu
hermenn Serba eru upprunnir.
Frá blautu barnsbeini heyrði
Draja um hetjudáðir þjóðar
sinnar á Kosovo-sléttu.
Söngvarnir um þá atburði eru
í senn þunglyndislegir og sigri
hrósandi og þeir eiga mikinn
þátt í að móta hugarfar þjóðar-
innar. Þeir urðu til meðal henn-
ar sjálfrar og eru veigamikill
hluti í lífi hennar. Þessir söngv-
ar og sú barátta, sem þeir lýsa,
lifa ávallt í hjörtum Serba.
Faðir Draja, Vlaik Mikailo-
vitch ofursti, þurfti því ekki að
beita miklum fortölum, til þess
að fá drenginn til að gerast
hermaður. Þegar Draja var
fimmtán ára gamall, var hann
sendur á liðsforingjaskólann í
Belgrad. Hann fékk eldskírnina
í Balkanstríðinu gegn Tyrkjum
og aftur í heimsstyrjöldinni
fyrri. Heiðursmerkin, sem hann.
hlaut — orða hvíta arnarins og
stjarna Karageorgs •— báru því
vitni, að það var mikið í hinn
unga mann spunnið.
Þegar heimsstyrjöldin var á
enda, var hann orðinn höfuðs-
maður í lífverðinum og þá hóf
hann baráttuna gegn gömlu hers-
höfðingjaklíkunni. Hann gekk
í lið með ungum liðsforingjum,
er höfðu með sér félagsskap,
sem nefndist „svarta höndin“,
en fyrrverandi yfirmaður hans
var fyrir „hvítu höndinni".
Svarta höndin var félag ætt-
jarðarvina og það var mestu
ráðandi í her Serba. Sumir með-
limanna kölluðu sig sósíalista,
en flestir voru frjálslyndir og
lýðræðissinnaðir. Hafði félagið
sem heild all-mikil áhrif á
stjórnmál í Serbíu. Hvíta hönd-
in var hins vegar afturhalds-
söm og meðlimir hennar höfðu
meira að segja einræðistilhneig-
ingar. Hinar heitu deilur, sem
áttu sér stað milli yfirmanns
Mikailovitch og hans, urðu til
þess, að hann var látinn hverfa
frá starfi sínu, þótt hann væri
ekki rekinn úr hernum.
Árið 1934 var Mikailovitch
sendur til Sofíu sem hermála-
sérfræðingur sendisveitarinnar