Úrval - 01.12.1942, Qupperneq 104
ÉG HRAPA
í OXFORD FYRIR
STRÍÐ.
ÉG hafði verði tvö ár í Oxford
— róið allmikið, flogið dálítið
og lesið nokkuð — og var tæp-
lega tuttugu og eins árs, þegar
stríðið brauzt út. Þótt rangt sé
að halda því fram, að háskólinn
væri fullkomlega óvitandi um
hina yfirvofandi stríðshættu,
var það samt svo, að það, sem
gerðist utan skólans hafði lítil
áhrif á hið áhyggjulausa líf
okkar.
Trinity, háskólinn, sem ég var
í, var góð spegilmynd af hugar-
fari og skoðunum Oxford-nem-
enda. Flestir okkar höfðu verið
í hinum svonefndu betri mennta-
skólum og voru vel settir. Trini-
ty var í raun og veru tákn-
ræn útungunarstofnun hinna
ráðandi stétta Englands. Við
vorum tengdir sameiginlegum
böndum í vali vina og skoðun-
um á íþróttum, bókmenntum og
hégómlegum skemmtunum, og
rótgróinni vantrú á skipulagn-
ingu tilfinninga og hefðbund-
inni þjóðrækni, og vorum
ánægðir með sjálfum okkur í
meðvitundinni um það, að við
hefðum hæfileika til að koma ár
okkar vel fyrir borð, án mikillar
fyrirhafnar.
Ég býst við, að lesandanum
muni finnast, að þessi afstaða
okkar hafi verið oddborgaraleg,
en ég held, að hitt sé sönnu nær,
að hún hafi frekar verið vottur
eins konar róttækni heldur en
stéttarmeðvitund. Við tókum
umyrðalaust í okkar hóp menn
úr öllum stéttum, ef þeir voru
íþróttamenn og góðir félagar og
ekki of róttækir í skoðunum.
En hvort sem afstaða okkar
var oddborgaraleg eða ekki, þá
gat hún varla enskari verið.
Klíkuskapur okkar var mikill og
sjóndeildarhringurinn ákaflega
þröngur. Okkur var þetta full-
komlega ljóst, enda vorum við
ekki óánægðir með það. Við
vissum, að stríð var yfirvofandi.
En fyrir okkur var ekkert við
því að gera og við vonuðum