Úrval - 01.12.1942, Síða 107
ÉG HKAPA . . .
105
Við sáum aldrei flugvél og sótt-
um ekki tíma. Við leigðum okk-
ur herbergi á gistihúsi og eydd-
um sex vikum í iðjuleysi, spil
og drykkju. Okkur datt ekki í
hug, að hegðun okkar væri
ábyrgðarlaus. Við höfðum geng-
ið í flugherinn til þess að fljúga,
en ekki til að fylkja liði eins
og skátadrengir. Okkur kom
ekki til hugar þá, að undirstöðu-
þjálfun væri nauðsynleg og að
ekki væri hægt að komast hjá
mistökum í upphafi stríðsins.
En þegar við vorum sendir á
flugskóla á norðurströnd Skot-
lands, vöndust við reglubundn-
um flugæfingum og kennslu-
tímum.
Ég átti því láni að fagna að
fá þolinmóðan kennara, sem
smátt og smátt tókst að gera
úr mér sæmilegan flugmann.
Hann var Skoti, lágvaxinn og
geðfelldur náungi, glettinn
nokkuð í skapi. Vikum saman
sat hann fyrir aftan mig í flug-
mannsklefanum og tautaði svo
hátt, að ég gat heyrt það, hver
raun það væri að fá slíkan
skussa fyrir lærisvein. En dag
nokkurn kallaði hann svo til
mín: „Jæja, þá ertu loksins bú-
inn að læra að fljúga.“
Námsfélagar mínir voru á
aldrinum 18 til 26 ára — og úr
þessum efnivið átti að skapa
flugforingja í orustu-, sprengju-
og könnunarliðið. Eftir því sem
á leið námstímann mátti sjá
þennan sundurleita hóp samlag-
ast og hvern einstakling hans
verða meira en hann var sjálf-
ur: verða ímynd hins brezka
herflugmanns.
Öðru hvoru settust að hjá
okkur sprengjuflugvélasveitir
og dvöldu um vikutíma og
höfðu hjá okkur bækistöð til
árása á Noreg. Dag nokkurn
fóru níu flugvélar, en aðeins
fjórar komu aftur. Um kvöldið
gaf ég nánar gætur að flug-
mönnunum, en það var ekkert
hægt að lesa úr andlitum þeirra.
Þeir spiluðu ,,bridge“ eins og
venjulega og röbbuðu um árás
morgundagsins.
Svo dag nokkurn lenti sveit
Spitfireflugvéla á vellinum hjá
okkur. Það var í fyrsta skipti
sem ég sá þessa flugvélategund,
er ég vonaðist til að fá að fljúga
einhvern tíma í náinni framtíð.
Hinar mjúku línur þeirra vöktu
undir eins hrifningu mína. Ég
varði öllum frístundum mínum
til að khfra upp á vængina á
þeim og skoða þær utan og
innan.