Úrval - 01.12.1942, Qupperneq 110
108
ÚRVAL
heimfararleyfi afturkölluð, eng-
um leyft að fara nema hálfrar
stundar ferð frá flugvellinum
og innrásarhræðslan breiddist
út eins og eldur í sinu.
Áskorun stjórnarinnar til
fólksins um að halda kyrru
fyrir í heimkynnum sínum og
flýja ekki, vakti alla þjóðina til
meðvitundar um hættuna. Inn-
rásin var ekki lengur f jarlægur
draumur. Iðgrænir vellir Eng-
lands gátu á hverju augnabliki
vaknað við þrumugný skrið-
drekanna, þytinn í fallhlífunum
og meðvitundina um að allt
væri um seinan. Öll þjóðin vakn-
aði. Það var stríð. Menn á aldr-
inum 17 til 70 ára flykktust í
heimavarnarliðið. Ef þeir höfðu
ekki vopn — og fæstir höfðu
það — æfðu þeir sig með kúst-
sköftum.
SPITFIREFLUGVÉLAR.
VIÐ hið skyndilega fall Frakk-
lands magnaðist hættan
heima fyrir, og flugmálaráðu-
neytið ákvað því að láta flytja 15
okkar í orustuflugsveit. Við vor-
um 20. Nöfn þeirra 5, sem eftir
áttu að vera, skyldu dregin úr
hatti. Þessir 20 félagar litu nú
allt í einu hver á annan eins og
svörnustu óvinir. Þau fáu augna-
blik, sem það tók að draga þessi
5 nöfn, var versta stund mín í
stríðinu, og þannig var okkur
öllum innanbrjósts.
Strax og drættinum var lokið
— ég var einn af þeim heppnu
— fórum við til Gloucestershire
til hálfsmánaðar æfinga. Við
lærðum margt nýtt þar, þó að
það sé nú kannske orðið úrelt
— svo Ört breytist árasatækn-
in. Við vorum fræddir um það,
hvernig þýzku orustuflugvél-
arnar röðuðu sér í lög allt f
kringum sprengjuflugvélarnar;
um dugnað þeirra við fram-
kvæmd fyrirfram ákveðinna að-
gerða, og fátið, sem á þá kom,
ef allt gekk ekki samkvæmt
áætlun.
Við lærðum urn kosti þess að
vera fyrir ofan óvinina í byrj-
un orustu og að gera árás und-
an sólu; um óbeit Þjóðverja á
að leggja til orustu, ef aðstaða
þeirra var verri og um aðferð
Messerschmittflugvélanna til
undankomu, sem alltaf var að-
heita mátti eins: þær lögðust á
aðra hliðina og steyptu sér síð-
an lóðrétt niður. Við lærðum
um nauðsyn þess að vinna sam-
an sem ein heild og að skilja
til hlítar allar fyrirskipanir for-