Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 111
flG HHAPA . . .
109
ingjans, hvort heldur með bend-
ingum eða í gegnum útvarp.
Við lærðum að meta þátt land-
mannanna í baráttu okkar. Við
vorum varaðir við að elta aldrei
flugvél, sem orðið hafði fyrir
skoti hjá okkur. Sem víti til
varnaðar var okkur sagt frá
fimm flugvélum, sem háð höfðu
orustu yfir Dunkirk og elt hver
aðra niður á leið eftir að þær
höfðu orðið fyrir skoti. Aðeins
sú síðasta komst af.
Og loks lærðum við að fljúga
Spitfireflugvélum. Þó að ég
væri dálítið óstyrkur áður en ég
lagði upp í fyrstu flugferðina,
lærði ég fljótt tökin á vélinni.
Ég gerði allar þær æfingar á
henni, sem ég kunni og hún lét
dásamlega að allri stjórn. Upp
frá því var ég fullkomlega ör-
uggur. Ég gat flogið Spitfire-
flugvél; eftir var að vita, hvern-
ig mér gengi að heyja orustu í
henni.
Við vorum einnig látnir æfa
okkur í notkun súrefnisgeyma
við flug upp í allt að 28.000
feta hæð, oddaflugsárásum, ein-
vígjum og í því að skjóta með
loftskotum. Súrefnisæfingarnar
voru þreytandi og leiðinlegar.
Hjálmurinn, hlífðargleraugun
og súrefnisgríman þvinguðu
mig, og upp frá því flaug ég
aldrei með hlífðargleraugu. Af-
leiðingar þess urðu örlagaríkar
fyrir mig síðar. Við loftskota-
æfingarnar þrumuðu allar átta
byssurnar í einu, ef ég þrýsti
fast á skothnappinn á mæliborð-
inu. Skothvellsins gætti ekki
mikið inni í lokuðum klefanum,
en hið gífurlega afturkast við
skotin dró 60 kílómetra úr
hraða vélarinnar.
Við einvígisæfingarnar fóru
tvær flugvélar á loft og reyndu
að ,,skjóta“ hvor aðra niður.
Einu sinni fór ég upp á
móti kennara að nafni Kilpat-
rick. Við flugum upp í 10.000
feta hæð og hann lézt mundu
gera tilraun til að komast aftan
að mér, og tókst það. Ég gerði
ákafar tilraunir til að hrista
hann af mér, lék allar þær
kúnstir og sveiflur, sem ég
kunni. Aldrei, hugsaði ég, hafði
nokkur flugvél leikið slíkar list-
ir. Það var ómögulegt, að hon-
um tækist að fylgja mér eftir.
En þegar ég leit í spegilinn, sá
ég, að hann var enn á hælum
mér og flaug ósköp rólega.
Síðan gaf hann mér merki
um að reyna að komast aftan
að sér. Mér tókst það, og svo
hófst eltingaleikurinn. Hann