Úrval - 01.12.1942, Page 112
110
ÚRVAL
flaug í sífellt krappari hringi,
og hvernig sem ég reyndi, tókst
mér aldrei almennilega að fá
hann í sigtið. Ég var að verða
ringlaður af þessu sífellda
hringflugi. Svo varð mér litið í
spegilinn og sá ég þá, að skipt
hafði um hlutverk: hann var á
hælunum á mér og ég var í skot-
færi. Ég var löngu ,,dauður“.
Eftir lendinguna sagði Kil-
patrick mér, að allar flugkúnstir
væru tilgangslausar í orustum.
Flugvél í kollsteypu væri ágætt
skotmark. Bezta aðferðin til
undankomu væri að leggja vél-
ina á hliðina og láta hana hrapa
niður í hringjum, — einkum þó
ef véhn hefði orðið fyrir skoti,
því að það liti út eins og maður
hefði misst stjórn á vélinni. Að
öðru leyti væri bezt að fljúga
í sem krappasta hringi og
vera fljótur að hugsa og fram-
kvæma.
Um það bil sem æfingatíma
okkar var lokið, var tilkynnt,
að þrjá flugmenn vantaði í 603.
flugsveit Edinborgar. Tveir fé-
lagar mínir frá Oxford, Peter
Pease, Colin Pickney og ég sótt-
um um og vorum settir í flug-
deild ,,B“, sem hafði bækistöð
í nánd við Montrose.
Dvöl okkar þar var yfirleitt
skemmtileg. Flugvöllurinn var
rétt utan við borgina, með fram
sjónum og náði niður að fjöru-
sandinum. Við höfðum heldur
lítið að gera, þó að við á hinn.
bóginn vissum, að þess mundi
ekki langt að bíða, að röðin
kæmi að okkur.
Tveir félagar mínir, Stapme
Stapleton og Bubble Waterson,
trúðu mér fyrir því, hvernig þeir
eyddu frístundum sínum. Flest-
ir munu ætla, að ungir og f jör-
ugir strákar eins og þeir mundu
ekkert tækifæri láta ónotað til
að komast í kunningsskap við
blómarósir bæjarins og aka með
þeim í bílum um sveitina. Sann-
leikurinn var þó sá, að aðal-
skemmtun þeirra var að leika
skollaleik við skozk flóttabörn,
sem komið hafði verið fyrir í
smáþorpinu Tarfside skammt.
frá Invernark.
Hvernig Stapme og Bubble
fundu börnin fékk ég aldrei að
vita, en frá þeirri stundu að ég
sá þau, var ég á valdi þeirra.
Þau voru á aldrinum sex til
sextán ára, sólbrún og hraust-
leg í skozku pilsunum sínum. I
látunum, sem urðu, þegar ég
var kynntur fyrir hópnum, varð
einn snáðinn — sá minnsti —
útundan. Hann kom til mín al-