Úrval - 01.12.1942, Side 116
114
ÚRVAL
beina byssum sínum að forustu-
flugvél okkar. Á sama augna-
bliki beindi forustuflugmaður
okkar vél sinni upp á við og
þaut eins og örskot upp fyrir
þýzku flugvélarnar. Við fylgd-
um á hæla honum og á tveim
sekúndum höfðu óvinirnir misst
hina góðu aðstöðu sína. Ég sá
forustuflugvél okkar hef ja skot-
hríð á fremstu flugvél óvinanna.
Hún tók snögga beygju og á
sömu stundu var mér Ijóst, að
stund mín var komin. Ég sneri
stýrinu til vinstri til að fá hana
í skotmál, og þrýsti á skot-
hnappinn. Vélin flaug beint fyr-
ir sigtið hjá mér og ég sá reyk-
kúlurnar dynja á henni. Andar-
tak virtist hún hanga hreyfing-
arlaus í loftinu, svo gaus rauður
logi upp úr henni og hún steypt-
ist til jarðar.
Næstu fimm mínúturnar var
ég of önnum kafinn til að hugsa,
en þegar óvinirnir lögðu á flótta
út yfir Ermarsund skömmu
seinna, tók hugurinn að starfa
aftur.
Það var skeð.
Fyrstu geðhrifin, sem ég fann
til, var ánægja, yfir vel unnu
verki, yfir rökréttum árangri af
margra mánaða æfingu. Og svo
meðvitund um fullkomið rétt-
mæti þessa verks. Ég var lífs en
hann var liðinn. Það hefði hæg-
lega getað verið öfugt. Á þessu
augnabliki varð mér ljóst,
hversu hlutskipti orustuflug-
mannsins var miklu betra en
annarra hermanna. Tilfinning-
ar hans eru þær sömu og til-
finningar einvígismannsins, ró-
legar og ópersónulegar. Hann
nýtur þeirra forréttinda að
ganga vel til verks.
Eftir fyrstu tvo dagana vor-
um við staðráðnir í að láta ekki
óvinina komast ofan að okkur.
Við ákváðum að fljúga alltaf í
þá átt, sem varðmaðurinn gaf
okkur upp, þangað til við kæm-
um í 15,000 feta hæð og fljúga
síðan í gagnstæða stefnu, stöð-
ugt upp á við. Þá var öruggt, að
óvinirnir væru alltaf fyrir neð-
an okkur og við gætum þá gert
á þá hópárás. Ef við komumst
í þannig færi við þá, snéru þeir
alltaf við aftur.
Allan ágúst og september
var við ofurefli að etja. Fá-
einum sekúndum eftir að orusta
hófst skiptum við alltaf liði og
upp frá því voru einungis háð
einvígi. Flugvélarnar tíndust
heim ein og ein. Klukkutíma
síðar var kastað tölu á þá, sem
komið höfðu aftur, til að sjá,