Úrval - 01.12.1942, Síða 118
116
tTRVAL
bendu. Ég fékk færi á einni og
sendi henni fjögurra sekúndna
kúlnadrífu. Nokkrar fleiri voru
skotnar niður. Svo varð allt í
einu hljótt og engin flugvél sjá-
anleg. Ég uppgötvaði þá, að ég
var þreyttur og heitur. Svitinn
rann í lækjum niður eftir andlit-
inu á mér.
Það er ekki hollt að vera einn
á flugi, þegar svona stendur á.
Ég átti enn eftir nokkur skot-
færi, og mig langaði til að nota
þau til einhvers gagns. Ég leit
í kringum mig, ef ske kynni, að
einhver félaga minna væri á
næstu grösum. Um eina mílu í
burtu sá ég 40 Hurricane-flug-
vélar í fylkingu og tók stefnu
til þeirra. Þegar ég var 200
metra frá öftustu vélinni, leit ég
niður; 5000 fetum neðar voru
aðrar 50 flugvélar, sem flugu í
sömu átt.
Þá rankaði ég allt í einu við
mér. Þetta voru miklu fleiri
flugvélar en við gátum nokk-
urntíma sent til árásar í einu.
Ég fór að gefa nánari gætur að
,,Hurricanevélunum“. Jú, það
leyndi sér ekki, þær voru með
greinilegt hakakrossmerki á
stélinu. Þær virtust ekki taka
eftir návist minni. Ég hafði sól-
ina að baki mér. Þetta var ein-
stakt tækifæri. Ég sendi öftustu
vélinni þriggja sekúndna kúlna-
drífu. Hún tók þverbeygju og
steyptist til jarðar. Ég leit eftir-
væntingarfullur í kringum mig
eins og skólastrákur, sem unnið
hefir prakkarastrik og óttaðist,
að einhver hafi séð það. En eng-
inn virtist hafa tekið eftir þessu.
Ég býst við, að ég hefði getað
leikið sama leikinn við næstu
flugvél, en mér fannst ekki ráð-
legt að freista gæfunnar frekar,
og snéri heim á leið.
Það leið að ágústlokum án
þess að nokkurt lát yrði á loft-
sókn Þjóðverja. Ég, fyrir mitt
leyti, var ánægður. Þetta var
það, sem ég hafði beðið eftir í
nærri heilt ár. Ef nokkuð var,
þá fann ég til léttist. Við höfð-
um lítinn tíma til umhugsunar,
og hver dagur færði okkur ný
verkefni. Enginn hugsaði um
framtíðina: Á kvöldin svifti
svefninn mann allri hugsun, eins
og þegar slökkt er á rafljósi.
Skömmu seinna hrapaði ég í
Norðursjóinn.
ÉG HRAPA . . .
JjRIÐJI september rann upp
dimmur og þungbúinn. Við
vorum komnir út í flugskýlið