Úrval - 01.12.1942, Page 122
120
TJRVAL
„Verið nú rólegur, þetta batn-
^.r bráðum.“
„Eruð þér hjúkrunarkonan?
Hvað hefir verið gert við mig?“
„Það hefir verið sett eitthvað
ú. andlit yðar og hendur, svo að
þér finnið ekki til, og þér verðið
uð hafa fyrir augunum fyrst um
sinn. Þér megið ekki tala.“
Ég minnist ekki neinna níst-
andi þjáningastunda frá fjögra
daga dvöl minni á spítalanum;
aðeins óslitinna kvala, sem um-
luktu mig eins og sjór og vögg-
uðu mér, næstum því notalega.
Sútunarsýru hafði verið spraut-
að yfir andlit mitt og hendur,
sem myndaði svarta, harða
hellu. Það var hlaðið undir hand-
leggina á mér og fingurnir
spertir út í loftið eins og klær.
Augu mín voru þakin þykku
lagi af fjólubláum áburði. Á
þriggja stunda fresti fékk ég
morfínsprautu, svo að ég var
oftast nær í hálfgerðu móki.
Endurminningarnar frá þess-
um dögum eru slitróttar og
þokukenndar: Kveljandi þorsti
og bjórflöskur í hundraðatali.
Blindur, en of máttvana til að
láta mig það nokkru skipta.
Eterlykt. Yfirhjúkrunarkonan
að búa um mig á meðan tveir
íiemar héldu um handleggina á
mér. Hjúkrunarkona grátandi
hljóðlega við höfðalagið mitt.
Kyrrstaða. Deyfð.
Foreldrar mínir komu að
heimsækja mig. Þau sýndu frá-
bæra stillingu. Við töluðum fátt.
Það eina, sem ég man, að ég
sagði í samhengi, var, að ég
kærði mig ekki um að lifa, ef
ég yrði eins útlits og Alice,
vinnukona, sem hafði verið hjá
okkur og öll var afmynduð í
andliti eftir bruna.
Eftir f jóra daga var ég flutt-
ur á spítala í London. Þegar ég
kom þangað var ég svo ör-
magna eftir ferðalagið, að ég
féll í ómegin. Skurðlæknirinn
notaði tækifærið til að svæfa
mig og ná sútunarsýrunni af
vinstri hendinni á mér. Ég mun
hafa sofið í 15 mínútur og á
þessum 15 mínútum sá ég Peter
Pease drepinn.
Hann var að elta aðra flug-
vél, hallaði sér áfram í sætinu
og brosti út í annað munnvikið.
Allt í einu var Messerschmitt-
flugvél komin á hæla honum.
Ég kallaði af öllum mætti: „Pet-
er, í guðsbænum, gáðu aftur
fyrir þig!“ Ég sá Messer-
schmittflugvélina hefja skot-
hríð. Flugvél Peters varð fyrir
skothríðinni, snerist hægt við í