Úrval - 01.12.1942, Side 126
124
ÚRVAL
til lífsins. Ég gat ekki fyllilega
gert mér grein fyrir því, í
hverju þessi breyting var fólg-
in. Fram til þess hafði mér ekki
unnizt tími til að kryfja þetta
mál til mergjar — komast að
einhverri niðurstöðu. Við æfing-
arnar hafði ég verið of önnum
kafinn við að njóta lífsins. Þeg-
ar úti í stríðið var komið, leyfði
baráttan engar stundir til um-
hugsunar, og fyrstu vikurnar á
spítalanum hafði hugurinn ver-
ið of bundinn við líkamlegar
þjáningar.
Nú, þegar batinn nálgaðist
óðum, var eins og hugurinn væri
að-fálma eftir nýjum grundvelli,
leitast við að skilgreina að nýju
þau verðmæti, sem líf mitt átti
að stjórnast af. Ég hafði óljós-
an grun um, að það yfirborðs-
kæruleysi, er dugað hafði mér
sem stúdent í Oxford, mundi
ekki lengur fullnægja mér. Og
þó hafði ég ekkert, sem kom-
ið gæti í þess stað. En augu mín
lukust upp óvænt og skyndi-
lega.
Ég hafði um alllangt skeið
fengið að vera á ferli, og kvöld
eitt fór ég til London. Áköf
loftárás stóð yfir, þegar ég kom
þangað. Mér tókst að ná í bíl
á járnbrautarstöðinni, en bíl-
stjórinn virtist vera í vafa um,
að hann kæmist langt. Ein flug-
vélin fleygði niður blysi, og í
skininu, sem af því bar, áður
en það var slökkt, sá ég, að gat-
an var tóm. Þeir fáu bílar, sem
sáust, stóðu tómir meðfram
gangstéttunum.
,,Ég er hræddur um að við
verðum stöðvaðir,“ sagði bíl-
stjórinn. I sömu svifum kváðu
við miklir brestir ónotalega
nærri og glerbrotin flugu eins
og skæðadrífa um götuna.
„Reyndu að finna einhverja
veitingastofu, sem við getum
farið inn á,“ sagði ég.
Hann stöðvaði bílinn fyrir
framan dauft ljósaskilti, sem á
stóð „The George and Dragon“.
Inni var notalegt og bjart og
brátt sátum við og sötruðum í
okkur bjór.
Ég var vanur því frá veru
minni á spítalanum, að sofna út
frá vögguvísum þýzku flug-
mannanna, en aldrei hafði ég
heyrt neitt þessu líkt. Hávað-
inn var svo ofsalegur, að hann
útilokaði alla hugsun, það var
aldrei neitt lát á. Það var eins
og hljómsveit vitfirringa, sem
léku án afláts í ofsafengnum
tryllingi. „Guð minn góður!“
hugsaði ég, „hvílík sóun, ef ég