Úrval - 01.10.1943, Side 21
ÆTLAÐ FEÐRUM EINUM
19
markaðar. Nóttin var honum
algjört innanhússatriði, — eitt-
hvað í sambandi við lampa og
svefn: atriði, sem hægt var að
afgreiða í einu herbergi fyrir
lokuðum dyrum.
Síðar kynntist hann hinni
nóttinni, hinni geigvænlegu,
dimmu nótt, — þeirri raunveru-
legu nótt. Hann var þá úti með
mömmu sinni, þegar nóttin
skall á. Húsin, göturnar, — allir
hlutir, sem dagsbirtan hafði
gert honum sýnilega, hurfu
honum sjónum smámsaman,
með dularfullum hætti. Jafnvel
himininn hvarf. Þar var ekkert
að sjá lengur, nema þessir ótelj-
andi, iðandi títuprjónshausar,
og hvað var svo sem hægt að
sjá, þó að þeir væri bjartir og
glampandi ?
,,Hvað er orðið af ljósinu?
Hvað er orðið af öllum hlutun-
um?“ spurði hann felmtraður.
,,Hvað hefir komið fyrir?“
I annað sinn kom það fyrir,
að rafljósin biluðu skyndilega,
— slokknaði á öllum lömpum í
einu, — allir þessir ábyggilegu
og hlýðnu lampar, sem hlýddu
jafnvel litlum fingri lítils
manns! Þetta var uppreisn af
hálfu ljóssins, og Bernharð
botnaði ekkert í því. Hann réð-
ist með báðum höndum á teng-
ilinn, sem honum fannst nú vera
að hrekkja sig og hrópaði: „Nei,
nei, — haltu áfram!“
Síðan þetta var, hefir Bern-
hard gert enn eina nýja upp-
götvun. Hann hefir uppgötvað
skugga. Hann var úti í garði
einn sólskinsdag og nam staðar,
snögglega, hjá stóru tré.
„Hvað er nú þetta?“ spurði
hann, alveg „bit á köttinn“.
„Hvernig stendur á því að allt
er svona svart?“
Ég fór þá að reyna að út-
skýra fyrir honum skuggana —
af trénu, húsinu, sýndi honum
skuggann minn, og síðan litla
skuggann, sem ýmist elti hann
sjálfan eða var á undan hon-
um. Hann gat brátt greint fæt-
ur og hendur, — og auðvitað
þurfti hann að hlaupa, til þess
að sjá, hvort hann gæti ekki
náð höfðinu og stigið ofan á það.
Nú er það svo í okkar landi, að
um fjögur leytið síðdegis, er
enginn hægðarleikur að stíga
ofan á hausinn á sínum eigin
skugga.
Bernhard (stundum verður
úr því Babbi) er farinn að átta
sig nokkuð á tímanum. En hann
á talsvert erfitt með að notfæra
3*