Úrval - 01.10.1943, Síða 118
116
ÚRVAL
Hann skrifaði reikningsdæmin
sín snyrtilega, og þegar Nell
gekk fram hjá herbergisdyrum
hans á morgnana, heyrði hún
tilbreytingalausa rödd hans,
þegar hann var að þylja sögu
Ameríku upphátt.
Á hverju kvöldi, þegar hann
kyssti hana, þrýsti hann henni
fast að sér, og horfði brosandi
og hamingjusamur í augu henn-
ar.
Hann eyddi mörgum dögum í
að athuga hestana. Hann sat
klukkustundum saman á réttar-
veggnum, ákaflega merkilegur
á svipinn og tuggði strá. Og
þegar vikan var liðin, tilkynnti
hann ákvörðun sína. ,,Ég tek
veturgömlu hryssuna hennar
Flugu — jörpu hryssuna með
bleika taglið og faxið.“
Faðir hans horfði undrandi á
hann. „Hryssuna, sem reif sig
á gaddavírnum — og hefir ekki
verið kölluð neitt?“
Allt stolt Kennies hvarf á
augabragði. Hann varð niður-
Iútur. ,,Já,“ sagði hann.
„Þér hefir tekizt illa valið,
sonur sæll. Þú hefðir ekki getað
hreppt verri grip.“
„Hún er fljót, pabbi. Og
Fluga er fljót . . .“
„Hún er af versta hestakyni.
sem ég hefi eignazt —- það eru
pllt hálfvitlausar skepnur. Þaö
er ómögulegt að temja þær.“
„Ég skal temja hana.“
Rob blöskraði. „Hvorki ég né
nokkur annar maður, hefir get-
að tamið þessar óhemjur.“
Kennie stundi.
„Þú ættir að breyta ákvörð-
un þinni, Ken. Langar þig ekki
til að eignast hest, sem verður
vinur þinn?“
„Jú,“ sagði Kennie og var dá-
lítið óstyrkur í rómnum.
„Jæja — þið verðið aldrei
vinir — þú og þessi hryssa. Hún
er orðin öll rifin og tætt eftir
gaddavír. Það heldur þeim ekki
nokkur girðing . . .“
„Ég veit það,“ sagði Kenme
lágt.
„Ætlar þú að skipta um skoð-
un?“ spurði Howard hranalega.
„Nei.“
Rob var gremjulegur á svip-
inn. Hann gat ekki gengið á bak
orða sinna. Drengurinn varð að
fá aðstoð við að temja hryssuna,
og hann sá eftir þeim dýrmæta
tíma, kannske heilum dögum,
sem hlaut að fara í tamninguna.
Nell McLaughlin var örvingl-
uð. Enn einu sinni virtist Ken
vera kominn út á villigötur.
Hann var orðinn líkur og fyrr;