Úrval - 01.10.1943, Síða 95
-,Ekki er allt giill, sem glóir.“
Auglýsingar og tannhirðing.
Úr grein í „Readers Digest“,
eftir Blake Clark.
A UGLÝSENDUM hefir orðið
svo mikið ágengt með aug-
'lýsingum sínum um ýmiskonar
tannhreinsunarefni, að næstum
því á hverju heimili má sjá ara-
grúa af hálftómum tannkrems-
túbum, tannduftsöskjum, munn-
skolvatnsglösum og öðru því-
líku, sem keyptar hafa verið í
þeirri von og trú, að innihald
þeirra gæfi tönnunum þann
mjallhvíta gljáa, sem sjá má
í „tannkremsbrosum“ kvik-
myndadísanna.
Auglýsingastarfsemi þessi
hefir verið rekin með svo mikl-
um ákafa, að Verzlunarráð
Bandaríkjanna (Federal Trade
Commission), sem telur það
meðal annars hlutverk sitt, að
vinna á móti óheilbrigðri aug-
lýsingastarfsemi, hefir fundið
ástæðu til að grípa í taumana.
Flestir framleiðendur tann-
hreinsunarefna hafa sætt gagn-
rýni ráðsins, þar á meðal ýmsír
stórframleiðendur. Hér á eftir
verða birtar nokkrar glefsur úr
auglýsingum, sem ráðið hefir
talið ástæðu til að gagnrýna.
I auglýsingum um ,,A“-tann-
krem er að finna eftirfarandi
ummæli: „Haldið tönnunum
hreinum og hvítum með því að
nota „A“ — hin gula húð á
tönnunum hverfur.“ Hið sanna
er, segir ráðið, að ,,A“ getur
ekki gert þær tennur hvítar,
sem eru gular í eðli sínu eða
hafa orðið gular af tóbaki. Hinn
„mjallhvíti gljái“ tannanna er
eiginleiki, sem sumir hafa
hlotið í vöggugjöf, en aðrir ekki,
og ,,A“ getur engu breytt þar
um. Það getur aðeins þvegið
burtu óhreinindi utan af tönn-
unum. „A“ hefir mikið haldið
því fram í auglýsingum sínum,
að tannholdið þarfnist „æfing-
ar“. „Þegar þér burstið tenn-
urnar með ,,A“, finnið þér hin
örfandi áhrif þess á tannholdið
— finnið hvemig blóðið streym-
ir fram í það.“ Ráðið bendir á,