Úrval - 01.10.1943, Blaðsíða 77
ÓLENKA
75
vera kennurum þínum hlýðinn
og þekkur.“
„Æ, láttu mig í friði,“ svar-
aði Sasja.
Svo labbaði hann niður göt-
una í áttina til menntaskólans,
lítill hnokki með stóra húfu og
skólatösku við öxlina. Ólenka
fylgdi honum hljóðlátlega eftir.
,,Sasjenka,“ kallaði hún.
Hann leit við, og hún laumaði
döðlu eða karamellu í lófa hans.
Þegar hann nálgaðist skólann,
vatt hann sér við og sagði, því
að hann skammaðist sín fyrir að
láta stóran og stæltan kven-
mann fylgja sér:
„Þú ættir að snúa aftur. Ég
kemst einn það, sem eftir er.“
Hún nam staðar og starði á
eftir honum, unz hann hvarf inn
1 anddyri skólahússins.
Ó, hve henni þótti vænt um
hann! Al,drei hafði hún verið
jafn altekin af elsku til nokk-
urrar veru sem þessa litla
drengs, er hún átti ekki, með
spékoppana í kinnunum og
stóru húfuna á höfðinu. Fyrir
hann hefði hún fórnað lífi sínu
— fórnað því með gleði og
feginstárum. Hvers vegna? Æ,
hvers vegna?
Þegar hún hafði fylgt Sösju
í skólann, skundaði hún heim-
leiðis, hljóðlát, glöð, þakklát,
elskandi. Hún var orðin mun
unglegri en hún var fyrir hálfu
ári, broshýr og sviplétt. Fólk,
sem mætti henni, komst í gott
skap við að sjá hana.
„Góðan daginn, Olga Semyon-
ovna, yndið mitt! Hvernig líður
þér?“ sagði það.
„Menntaskólanám er enginn
leikur nú á dögum,“ sagði hún
á markaðstorginu. „Það er ekki
neinn gamanleikur. I gær voru
nemendurnir í fyrsta bekk látn-
ir læra dæmisögu utan að, gera
latneskan stíl og reikna dæmi.
Hvernig er hægt að ætlast til
svo mikils af þessum litlu snáð-
um?“
Og hún talaði um kennarana,
námsgreinarnar og námsbæk-
urnar og endurtók allt, sem
Sasja hafði sagt um þetta.
Þau snæddu miðdegisverð
klukkan þrjú. Á kvöldin lásu
þau námsefnið saman, og
Ólenka grét með Sösju yfir
erfiðleikunum. Þegar hún hafði
háttað hann, staldraði hún
stundarkorn við hvílustokkinn,
gerði krossmark yfir honum og
þuldi kvöldbænir. Og þegar hún
lagðist til hvíldar sjálf, dreymdi
hana langt inn í framtíðina, að
Sasja hefði lokið námi og væri