Úrval - 01.10.1943, Page 97
AUGLÝSINGAR OG TANNHIRÐING
95
ingu, að sodium perborate ásamt
öðrum efnum myndi „freyðandi
súrefni, sem smjúgi alls staðar
á milli tannanna og hreinsi
hverja glufu.“ Ekkert tann-
hreinsunarefni, sem enn hefir
verið búið til, hreinsar tennurn-
ar, þar sem tannburstinn nær
ekki til. Jafnframt upplýsti ráð-
ið, að hið „freyðandi súrefni" í
,,C“ tanndufti væri ekki annað
en sápa, og að sodium perbor-
ate væri lyf, sem ekki væri ráð-
legt að nota við tannhreinsun
nema undir eftirliti læknis.
Margir framleiðendur hafa
gert mikið úr sótthreinsandi
eiginleikum framleiðslu sinnar.
Framleiðendur „D“ tannkrems
héldu því til dæmis mjög á lofti.
að ,,D“ tannkrem dræpi 190
milljónir gerla á 15 sekúndum.
„Þessi gerlaeyðandi áhrif ,,D“
tannkrems smjúga út í hverja
glufu og drepa þá sýkla, sem
valda tannskemmdum.“
„Þessi óvísindalega staðhæf-
ing,“ segir sérfræðingur ráðs-
ins, ,,er lauslega byggð á athug-
unum í tilraunaglösum, og þarf
ekki annað en að nota stærri
tilraunaglös, fleiri sýkla og
meira af sótthreinunarefninu
til þess að hækka þessa tölu
eftir vild."
Ef þessi staðhæfing hefði
verið sönn, mundi „D“ tann-
krem vissulega hafa verið ný og
merkileg uppgötvun, því að sam-
kvæmt upplýsingum ráðsins
þekkist ekkert gerileyðandi
efni, sem getur drepið alla gerla
í munninum og er jafnframt
hættulaust að setja upp í sig.
Bezta aðferðin til að hreinsa
tennurnar er að bursta þær vel
og beita burstanum upp og nið-
ur, svo að hann komist sem
lengst inn á milli tannanna.
Tannlækna-ráð Bandaríkjanna
segir, að allir geti búið sér til
ódýrt tannhreinsunar-efni sjálf-
ir með því að blanda saman ein-
um hluta af borðsalti og þrem
hlutum af bökunarsóda. Það er
ekkert á móti því, að nota flest
þau tannhreinsunarefni, sem
seld eru í búðum, ef menn kjósa
heldur bragðið af þeim en sód-
anum. En teljið yður ekki trú
um, að þau séu nein töfralyf.
Sannleikurinn um þau er sá, að
hvort sem þér kreistið þau úr
túbu, hristið þau úr bauk eða
hellið þeim úr glasi, eru þau
ekki annað en hjálpartæki tann-
burstans. Engin þeirra hafa
lækninga-eiginleika sem neinu
nemur, og engin eru öðrum
fremri, svo orð sé á gerandi.