Úrval - 01.10.1943, Page 93
TÖFRAR TRJÁVIÐARINS
91
Fatnaður.
Þegar fyrir styrjöldina var
gervisilki orðið skæður keppi-
nautur hinna fimm helztu vefn-
aðarvörutegunda — bómullar,
ullar, lérefts, silkí og ,,jute“ —
í flestum löndum heims, og þar
var Ameríka framarlega í fylk-
ingu. En það er ekki öllum kunn-
ugt, að 90% af öllu gervisilki
heimsins er framleitt úr trjá-
viðar-cellulose, og að öll gervi-
silkiframleiðsla ársins 1941 —
550.000 smálestir — var tólí
sinnum meiri heldur en fram-
leiðslan á ekta silki.
Nú á síðustu tímum hefir
nýtt efni — einnig unnið úr
trjáviði — komið á markaðinn.
Framleiðsla á föstum trefjum
(staple fiber), sem oft er nefnt
gerviull, hefir aukizt úr 4000
smálestum árið 1932 í meira
en 600 þús. smálestir árið 1941
og hefir þannig farið fram úr
framleiðslu gervisilkis.
En eru nú þessar framfarir
einungis bundnar við styrjöld
þá sem nú geisar, eða eiga þær
eftir að veita okkur hagfelldari
Iífsskilyrði 1 framtíðinni?
Það er víst, að eftir styrjöld-
Ina verður þörfin fyrir öll þessi
efni mikil, en hins vegar losna
þá einnig auðlindir, sem nú eru
eingöngu starfræktar til hern-
aðarþarfa,
Það er ekki líklegt, að Ame-
ríka vinni sykur, smurnings-
olíur eða skepnufóður úr trjá-
viði í framtíðinni,. en hins vegar
eru önnur lönd, þar sem þetta
verður hagkvæmast. Og það er
víst, að ölger, sem er auðugt af
eggjahvítuefnum, verður ekki
framleitt á ódýrari hátt en úr
viðarsykri, því að til þess er
sagið, úrgangur sögunarmylln-
anna, notað. Og alltaf er skort-
ur á eggjahvítuefnum í heimin-
um, jafnvel á friðartímum.
Spumingin er þá, hvort skóg-
ar heimsins þola alla þá eyðslu,
ef fara á að nota þá í svo marg-
víslegum tilgangi. Svarið er, að
þetta sé mögulegt — sé meðferð
þeirra rétt.
1 fyrsta lagi er það verk
framtíðarinnar, að finna hag-
kvæmar aðferðir til að hagnýta
sem bezt þau 73% af öllum trjá-
viði, sem höggvinn er og áður
hefir farið til ónýtis. 1 öðru íagi
að finna hentuga hagnýtingu á
hinum lélegri trjátegundum,
sem hingað til hefir lítill sómi
verið sýndur.
En umfram allt verður að
leggja áherzlu á skóg r æ k t-