Úrval - 01.10.1943, Side 22
20
ÚRVAL
sér þann vísdóm, því að ekki
kann hann að telja, nema á
fingrum sér.
„Mamma kemur heim eftir
þrjá daga,“ sagði ég við hann,
„teldu þá á fingrum þér!“ Og
þegar ég spurði hann síðar:
„Hvaða dag kemur hún mamma
þín þá heim?“ faldi hann báðar
hendur á bak við sig og bjástr-
aði við að kreppa fingur hægri
handar, hvern af öðrum, inn í
lófann, sýndi mér síðan hend-
ina, og hélt um uppsperta löngu-
töng: “Þennan dag!“ sagði hann
hróðugur.
Þegar um er að ræða löng
tímabil, sem hann vill henda
reiður á, er um hann eitthvað
svipað og frumbyggja jarðar-
innar, — og kemst hann þá
stundum í bobba. Hann á lítið
dagatal, sem rifið er af blað,
fyrir hvern dag. Á hverjum
morgni, — einkum þegar ég er
í ferðalögum, — rífur hann eitt
blað af blokkinni, af mikilli sam-
vizkusemi. En einu sinni, er ég
var að heiman, hljóp áhuginn
á þessu starfi með hann í gönur.
Áður en hann vissi, var hann
búinn að rífa þrjú blöð af blokk-
inni í einu.
„Bara betra,“ sagði hann
hróðugur, „nú kemur pabbi
heim þrem dögum fyrr.“ Því að
honum var sagt, að ég kæmi
heim þegar farin væru fjórtán
blöðin.
Snáðanum var gefin -bók
með lærdómsríkum sögum og
skemmtilegum myndum.
Og það var ekki ónýtt að
hafa þessa bók við hendina,
þegar maður þarf t. d. að gera
einhverjar lækningaaðgerðir á
eigandanum. Honum mislíkar
það, ef leggja þarf bindi eða
plástur á skeinu. En ef einhver
er svo vænn að lesa fyrir hann
um leið einn kafla um „Pétur
á harða-hlaupum“ (en svo heitir
sú ágæta bók), þá fárast hann
ekki mikið urn það, þó að klínt
sé á hann plástrinum. Eins er,
þegar ég hefi grun um, að hann
sé ef til vill með hita-slæðing,
og ætla að ,,mæla“ hann, þá gríp
ég til þessa þarfa og hjálpfúsa
„Péturs á harða-hlaupum.“ Ég
opna bókina og fer að lesa, —
og Babbi kærir sig þá kollóttan,
þó að hann sé mældur á meðan.
Það kemur fyrir, að ég ætla
mér að leika á Babba, breyti
orðalagi á sögu, sem ég er að
lesa, um Pétur, — og hefi þá ef
til vill ákveðinn tilgang með því,
til þess að koma fram mínum