Úrval - 01.10.1943, Qupperneq 89
Nýjar leiðir tíl hagiiýtingar á elzta etnivið,
sem maðurinn þekkir.
Töfrar trjáviðarins.
Grein úr „The American Mercury"
eftir Egon Glesinger.
AA ESTUR hluti trjáviðar-
* framleiðslu Ameríku er
notaður sem byggingarefni og
til pappírsframleiðslu og ann-
ars skylds iðnaðar, t. d. gervi-
silkis, gervibeins (plastic) og
vélahluta. Þess vegna erum við
ennþá á því stigi, að einungis
27% af öllum trjáviði, sem
felldur er árlega í skógunum
kemst til þeirra, sem þarfnast
hans, í nothæfu formi, en 73%
fer algerlega til spillis og er
brennt sem eldsneyti.
Þetta hefir fyrir löngu síðan
verið viðurkennt í trjáiðnaðin-
um, en hefir verið skoðað sem
eðlilegt og óhjákvæmilegt.
Alls konar úrgangur frá sög-
unarmyllunum, svo sem sag,
trjátoppar, smágreinar og lauf
hefir ekki verið nothæft til
neins nema eldsneytis. Þessu
var ekki aðeins þannig varið í
jafn skógauðugu landi og
Bandaríkjunum, heldur einnig í
Evrópu, þar sem skortur var á
skógum — allt til þess að þörf-
in knúði Þjóðverja til að snúa
sér að trjáviðnum sem aðalefni
í gervivörur sínar. Afleiðingin
af því er sú, að Þýzkaland hef-
ir tekið forustuna í að rannsaka
töfra trjáviðarins.
Þjóðverjar komust brátt að
raun um, að flest það, sem áður
fór til spillis af trénu, gat kom-
ið í stað ýmissa mikilvægra
efna. Þeir héldu jafnvel fram
þeirri kenningu, að trjáviðurinn
væri frum-hráefni (Universal-
rohstoff), sem forsjónin hefði
sett í tempraða beltið til að sjá
mannkyninu fyrir öllum lífs-
nauðsynjum frá jörðinni. Prúss-
neskur aðalsmaður, dr. Johann
Albrecht von Monroy, yfirskóg-
arvörður, var aðalhöfundur að
nokkurs konar trjáviðar-heim-
speki. Hann hélt því fram, að
frumbyggjar Evrópu hefðu ein-
mitt haft hinn rétta hugsunar--