Úrval - 01.10.1943, Page 103
SKJALDBAKA TIL SKEMMTUNAR
101
raun varð á, hygg ég að ég hefði
getað vanið hann á að standa
upp á afturfótunum til þess að
sníkja blómkál.
Þó voru jarðarber hans uppá-
haldsréttur. Það var engu líkara
en að þau ölvuðu hann, því að
hann misti alveg allt jafnvægi, ef
hann komst í færi við jarðar-
ber. Mér verður minnisstætt til
æfiloka, að sjá Akkilles gæða
sér á stórum Marshall-jarðar-
berjum. Þá var hann í framan
líkastur smákrakka, sem kom-
ist hefir yfir sultukrús (að öðru
en hrukkunum), ánægjan var
svo ósvikin, og rauður safinn
rann út um bæði munnvikin, —
og hann lét það gott heita.
Hvernig ætti að líkja þessu t. d.
við það, þegar hundur er að rífa
í sig kjöt af beini með frunta-
skap, eða kisa að sleikja rjóma
af undirskál, og þykist jafnvel
of fín til þess, því að hún fer
strax á eftir að sleikja sig alla
hátt og lágt og snurfusa, eins
og tepruleg meykerling? Það er
ekki hægt. Akkilles bar af öll-
um hundum og köttum, sem
gull af eiri.
f þrjú ár vorum við samvist-
um, þessir piparsveinar tveir,
og kom aldrei nein snurða á
okkar félagsskap, því að við
leituðumst við, að vera aldrei
hvor fyrir öðrum, en höfðum
ánægju hvor af öðrum, og tók
hvorugur það illa upp, þótt hinn
væri ekki í skapi til að gera að
gamni sínu.
Konan, sem ég bjó hjá, var
heiðvirð kona og ákaflega trú-
hneigð. Sóttu stundum að henni
einskonar mannúðarköst,
hugmyndir, sem hún fram-
kvæmdi þá fyrirvaralaust. Eitt
sinn fór hún út í bæ í heimsókn
til kunningjakonu sinnar, og sá
þar aðra skjaldböku — borgar-
spjátrung, sem allur var málað-
ur gylltur og blár; — hún fékk
hann lánaðan og kom með hann
heim í þeirri trú, að Akkilles
yrði upp til handa og fóta, er
hann fengi þessa heimsókn. En
hún vissi ekki, hvað hún var að
gera, sú góða kona.
Um leið og hún lét þennan
gyllta gikk frá sér á gólfábreið-
una, fyrir framan Akkilles, varð
andrúmsloftið sem rafmagnað.
Akkilles, sem var eins og tötur-
legur flækings-ræfill hjá þess-
um uppdubbaða spjátrungi,
hvæsti eins og krani á gufu-
katli, og fól háls og haus í skel
sinni. Sá gyllti fór að dæmi
hans.
„Drottinn minn dýri!“ varð