Úrval - 01.10.1943, Page 103

Úrval - 01.10.1943, Page 103
SKJALDBAKA TIL SKEMMTUNAR 101 raun varð á, hygg ég að ég hefði getað vanið hann á að standa upp á afturfótunum til þess að sníkja blómkál. Þó voru jarðarber hans uppá- haldsréttur. Það var engu líkara en að þau ölvuðu hann, því að hann misti alveg allt jafnvægi, ef hann komst í færi við jarðar- ber. Mér verður minnisstætt til æfiloka, að sjá Akkilles gæða sér á stórum Marshall-jarðar- berjum. Þá var hann í framan líkastur smákrakka, sem kom- ist hefir yfir sultukrús (að öðru en hrukkunum), ánægjan var svo ósvikin, og rauður safinn rann út um bæði munnvikin, — og hann lét það gott heita. Hvernig ætti að líkja þessu t. d. við það, þegar hundur er að rífa í sig kjöt af beini með frunta- skap, eða kisa að sleikja rjóma af undirskál, og þykist jafnvel of fín til þess, því að hún fer strax á eftir að sleikja sig alla hátt og lágt og snurfusa, eins og tepruleg meykerling? Það er ekki hægt. Akkilles bar af öll- um hundum og köttum, sem gull af eiri. f þrjú ár vorum við samvist- um, þessir piparsveinar tveir, og kom aldrei nein snurða á okkar félagsskap, því að við leituðumst við, að vera aldrei hvor fyrir öðrum, en höfðum ánægju hvor af öðrum, og tók hvorugur það illa upp, þótt hinn væri ekki í skapi til að gera að gamni sínu. Konan, sem ég bjó hjá, var heiðvirð kona og ákaflega trú- hneigð. Sóttu stundum að henni einskonar mannúðarköst, hugmyndir, sem hún fram- kvæmdi þá fyrirvaralaust. Eitt sinn fór hún út í bæ í heimsókn til kunningjakonu sinnar, og sá þar aðra skjaldböku — borgar- spjátrung, sem allur var málað- ur gylltur og blár; — hún fékk hann lánaðan og kom með hann heim í þeirri trú, að Akkilles yrði upp til handa og fóta, er hann fengi þessa heimsókn. En hún vissi ekki, hvað hún var að gera, sú góða kona. Um leið og hún lét þennan gyllta gikk frá sér á gólfábreið- una, fyrir framan Akkilles, varð andrúmsloftið sem rafmagnað. Akkilles, sem var eins og tötur- legur flækings-ræfill hjá þess- um uppdubbaða spjátrungi, hvæsti eins og krani á gufu- katli, og fól háls og haus í skel sinni. Sá gyllti fór að dæmi hans. „Drottinn minn dýri!“ varð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.