Úrval - 01.10.1943, Side 48
„Margt er skrítið í harmoníu.“
Fáni hlátursins.
Úr bókinni „People are Curious“,
eftir Jaines Hanley.
|—IVER er svo ákæran?“
* spurði dómarinn.
Hann leit á litla manninn í
sakamannastúkunni. Maðurinn
var klæddur brúnum fötum og
bar brúna húfu skáhallt á
höfðinu. Hann var á að gizka
165 cm. á hæð, mjósleginn og
horaður í andliti. í svip hans
brá fyrir vott af glettni.
„Sakborningur er ákærður
fyrir drykkjuskap, fyrir að
valda umferðartruflun og fyrir
að bera fána, margfalt stærri
en hann er sjálfur. Á fánann
var letrað: Guðveit, að ég
hefi lifað hamingjusömu
1 í f i! Ég taldi ákærða valda
óróa og handtók hann.“
„Hvar er þessi fáni — komið
með hann strax,“ skipaði dóm-
arinn.
Lögregluþjónninn kom með
langa fánastöng og um hana
var vafið gríðarstóru flaggi.
„Sýnið réttinum fánann.“
„Já, herra.“ Lögregluþjónn-
iim hóf stöngina á loft og
greiddi úr fánanum.
„Guð komi til!“ hrópaði dóm-
arinn, „fáninn er nærri því eins
breiður og stræti.“
Fáninn blakti rólega í gustin-
um frá opnum glugga. Jú —
þetta stóð allt heima. Þarna var
þessi stóri fáni, sem fyllti hér
um bil út í réttarsalinn, og áletr-
unin, úr gullnu ísaumi, blasti
við allra augum: „Guð veit, að
ég hefi hfað hamingjusömu
lífi! “
Eftir nokkra þögn sneri dóm-
arinn sér að ákærða og sagði:
„Nú skulum við heyra, hvað
þér getið fært yður til málsbóta.
Standið upp. Áheyrendurnir
geta ekki séð yður, litli maður.
Hvað heitið þér?“
„Henry Johnson, herra minn.“
„Hvað starfið þér?“
„Vörubílstjóri, herra minn.“
„Hve gamall?“
„Fimmtíu og sex ára.“
„Eruð þér giftur?“
„Já, herra minn. Ég á konu
og fimm börn.“
„Gott. Haldið þér áfram. Gef-
ið hljóð í salnum þama."