Úrval - 01.10.1943, Blaðsíða 123
FLICKA
12]
hann elti hana og talaði við
hana. Hann sat líka oft undir
trjánum. Stundum læddist hann
til hennar með útrétta hendi, en
hún var alltaf svo stygg, að
hann komst aldrei nálægt henni.
Oft stóð hún við suðurgirð-
inguna og mændi til fjallsins.
Tárin komu fram í augun á
Kennie, þegar hann sá, hve
mjög hún þráði að komast burt.
Rob sagði enn, að henni
myndi ekki batna. Það var til-
gangslaust að Ieggja beizli við
hana — hún var gersamlega
þróttlaus.
Einn morgun, þegar Ken
kom út, sagði Gus:
„Flicka er lögst.“
Kennie hljóp niður á tún, og
Howard elti hann. Hægri aftur-
fótur hryssunnar, sem hafði
verið stokkbólginn um hækiíinn,
var dottinn út í sárum, og
Flicka lá grafkyrr með starandi
augu.
„Vildirðu ekki nú, að þú hefð-
ir kosið Léttfeta?“ spurði Ho-
ward.
„Farðu!“ sagði Ken.
Howard sá, að Ken kraup
niður og lagði höfuð hryssumi-
ar á hné sér. Enda þótt hún
væri ekki meðvitundarlaus og
hreyfði sig dálítið, virtist hún
ekki vera hrædd. Tárin runnu
niður kinnar Kennies, þegar
hann talaði við hana og gældi
við hana. Howard fór burtu
rétt strax.
„Mamma, hvað gerir þú við
graftarsárum — á hestum?“
spurði Kennie.
„Alveg það sama og ég myndi
gera, ef menn ættu í hlut. Blaut
bindi. Ég skal hjálpa þér, Ken.
Við megum ekki láta sárin lok-
ast, fyrr en þau eru orðin hrein.
Ég skal útbúa bakstur á fótinn
og hjálpa þér til að koma hon-
um fyrir. Úr því að við getum
komizt alveg að henni, geturn
við hjálpað henni mikið.“
„Það verður að sjá um að hún
éti,“ sagði Rob, „það eykur
kraftana.“ Sjálfur vildi hann
ekki koma nálægt hryssunni.
„Hún hefir það ekki af,“ sagði
hann, „og ég vil ekki sjá hana
eða hugsa um hana.“
Kennie og móðir hans hjúkr-
uðu hryssunni. Baksturinn var
reyrður um sjúka fótinn. Hann
dró út gröftinn, og brátt varð
Flicka betri og gat staðið í fæt-
urna. Hún var farin að þekkja
Ken og skyggnast um eftir hon-
um, og elti hann eins og hund-
ur, haltrandi á þrem fótum.