Úrval - 01.10.1943, Side 87
HINN LlFEÐLISFRÆÐILEGI ÞÁTTUR KYNFERÐIS
85
heldur einnig á sviði sálarlífsins.
Hjá kvendýrinu þróast þær eðl-
ishvatir, sem gera það hæfara
til að annast um fóstur afkvæm-
isins, en hjá karldýrinu þær
hneigðir, sem hvetja það til að
leita kvendýrsins og leysa af
hendi hinn virka þátt frjóvgun-
arinnar.
Þegar svo er komið, að líf-
verurnar taka að greinast í tvo
flokka, karl- og kvenkyns, rís
upp nýtt vandamál: hvernig
bezt verði tryggt að kynfrum-
urnar nái að sameinast. Náttúr-
an hefir notast við margar að-
ferðir til að ná þessum tilgangi,
og margar þeirra eru svo ó-
tryggar, að þær hafa í för með
sér óhemju sóun á efni og orku.
Hjá ýmsum frumstæðum lífver-
um, einkum þeim sem lítið eða
ekkert geta hreyft sig úr stað,
myndast aragrúi af sáðfrumum
til þess að tryggja það, að
minnsta kosti ein þeirra berist
með straumum lofts eða lagar á
ákvörðunarstað. Sveppar og
ostrur eru dæmi um slíka sóun.
Hjá fiskum er frjóvgunar-
aðferðin næstum því eins
frumstæð. Algengast er að
hrygnan leggi egg sín á ein-
hvern hagfeldan stað, og að
hængurinn frjóvgi þau síðan
með því að synda fram og aftur
yfir hrognunum og gefa frá sér
mjólkurlitan vökva, sem í er
aragrúi af sáðfrumum. En þar
eð hængurinn leitar af ásettu
ráði þangað, sem hrygnan hef-
ir lagt egg sín, áður en hann
gefur frá sér sáðfrumurnar, má
segja, að í þessari frjóvgunar-
aðferð birtist fyrsti vísirinn að
kynferðislegu aðdráttarafli.
En það er augljóst mál, að
allar frjóvgunaraðferðir, sem
eiga allt sitt undir straumum
lofts eða lagar eða návist ein-
hvers þriðja aðila, svo sem bý-
flugna eða fiðrilda, hlýtur allt-
af að vera mjög efnisfrek og ó-
trygg. Öruggasta frjóvgunar-
aðferðin er sú, að sáðfrumunni
sé komið fyrir sem næst egginu.
Öll hryggdýrin og margar teg-
undir hryggleysingja nota þessa
aðferð, en frumskilyrði þess að
hún geti borið árangur, er að
gagnkvæmt aðdráttarafl eigi sér
stað milli kynjanna.
Við höfum séð, að kynferðið
verður æ ríkari þáttur í æxlun-
unni, því lengra sem kemur á
þróunarferli dýranna. ,,En,“
eins og rithöfundurinn H. G.
Wells kemst að orði, „náttúran
getur verið brellin í háttum
sínum. Þegar ný lífsform skap-