Úrval - 01.10.1943, Blaðsíða 126
124
ÚRVAL
kom gangandi frá bænum og
bar riffilinn. Þegar Gus kom
auga á Ken, breytti hann þeg-
ar um stefnu, og rölti hægt
áfram eins og hann væri að fara
á fuglaveiðar.
Ken hljóp til hans. „Hvenær
áttu að gera það, Gus?“
„Ég var á leiðinni — ég ætl-
aði að gera það, áður en færi
nð dimma . . .“
„Gus, gerðu það ekki í kvöld.
Bíddu, þangað til á morgun. Að-
eins eina nótt enn, Gus.“
„Jæja, ég skal bíða þangað til
á morgun. Þá verður þetta að
gerast. Faðir þinn hefir skipað
svo fyrir.“
„Ég veit það. Ég skal ekki
koma með fleiri mótbárur.“
Þegar fólkið var háttað, fór
Ken fram úr og klæddi sig. Það
var hlýtt úti og tunglskin. Hann
hljóp niður að læknum og kall-
aði blíðlega: „Flicka, Flicka!“
En Flicka svaraði ekki með
hneggi í þetta sinn, og hún var
heldur ekki á ferli um hagann.
Ken leitaði að henni í klukku-
tíma.
Loks rakst hann á hana í
læknum. Höfuð hennar hafði
hvílt á bakkanum, en straum-
urinn hafði sogað hana niður í
vatnið og hún hafði ekki haft
þrótt til að streitast á móti.
Þegar Ken kom að henni, var
hún að mestu leyti í kafi.
Kennie stökk út í lækinn og
reyndi að draga hryssuna upp
úr vatninu. En hún var þung
og lækurinn var straumharður.
Ken fór að skæla, af því að
hann skorti afl til átakanna.
Hann náði góðri viðspyrnu og
tókst að koma höfði hryssúnn-
ar upp á hné sér, þar sem hann
sat á bakkanum, og þannig hélt
hann því.
Hann var glaður yfir því, að
hún skyldi hafa dáið eðlilegum
dauða, í svölu lækjarvatninu, í
tunglskininu, í stað þess að vera
skotinn af Gus. En þegar hon-
um varð litið á hana, sá hann
að hún var lifandi.
Og hann brast í grát.
Nóttin leið.
Vatnið rann yfir fætur Kenn-
ies og hryssuna. Og smámsam-
an þvarr hitasóttin og svalt'
lækjarvatnið skolaði og hreins-
aði sárin.
Þegar Gus kom með riffilinn
morguninn eftir, voru þau í
sömu stellingum. Þarna voru
þau, — Kennie með fæturna úti
í læknum, með höfuð hryssunn-
ar á hnjám sér.