Úrval - 01.10.1943, Síða 125
FLICKA
123
sagði: „Ken er alveg hættur að
borða. Á hann ekki að borða
matinn sinn, mamma?“
En Nell svaraði: ,,Láttu hann
eiga sig.“
Það þykir ekki í frásögur fær-
andi, þótt veikar skepnur séu
skotnar þarna vestur á sléttun-
um, enda var rödd Ros róleg
og laus við tilfinningasemi, þeg-
ar hann gaf skipunina.
,,Hérna er byssan, Gus. Farg-
aðu hryssunni, en gættu þess,
að Ken sé ekki viðstaddur ...“
Gus tók við rifflinum og lof-
aði að gera sem fyrir hann var
lagt.
Ken vissi, hvað í vændum var,
og gaf því byssugrindinni nán-
ar gætur. Byssugrindin var fyr-
ir framan borðstofuna, og
þrisvar á dag, þegar Ken kom
inn að borða, aðgætti hann,
hvort allar byssumar væru á
sínum stað.
Þetta kvöld vantaði eina —
'Martin riffilinn.
Þegar Kennie varð þess var,
nam hann staðar. Hann svimaði.
Hann starði á byssugrindina og
reyndi að telja sér trú um, að
riffillinn væri þar — hann taldi
byssurnar aftur og aftur —
hann sá eins og í móðu . . .
Þá fann hann, að hönd var
lögð á herðar hans og hann
heyrði rödd föður síns: ,,Ég
veit það, drengur minn. Það er
margt, sem erfitt er að þola.
Við megum bara ekki láta bug-
ast. Ég hefi líka orðið fyrir
áföllum.“
Kennie tók 1 hönd föður síns
og þrýsti hana. Það styrkti
hann. Rob brosti við honum og
hrissti hann svolítið til. Ken fór
að brosa líka.
,,Allt í lagi núna?“
„Allt í lagi, pabbi.“
Þeir gengu saman inn í borð-
stofuna.
En Ken var ónýtur að borða,
þrátt fyrir þetta. Nell horfði
hugsandi á fölt andlit hans og
á litlu slagæðina á hálsi hans,
sem sló svo ótt og títt.
Eftir kvöldmatinn færði hann
hryssunni hafra, en hann varð
að ganga eftir henni, til þess að
fá hana til að snerta við þeim.
Hún stóð og hengdi hausinn, en
þegar hann talaði við hana og
klappaði henni, nuggaði hún sér
upp við hann. Þá var hann
ánægður. Hann fann, hvað hún
var logandi heit. Það var blátt
áfram furðulegt, að svona hor-
uð skepna skyldi vera með lífs-
marki.
Von bráðar sá Ken, að Gus