Úrval - 01.10.1943, Blaðsíða 40
38
TJRVAL
viðri sé. Helieopter-flugvélin þín
getur lent með einnar milu
hraða á klst. eða minna, ef þörf
krefur. Hún getur farið aftur á
bak eða áfram með þessum
hraða, og jafnvel til hliðar líka.
Þegar þú ert einu sinni kom-
inn á loft, þarftu aðeins að hafa
gát á örfáum handföngum, þar
til þú nærð áfangastað þínum,
án þess að taka nokkuð tillit til
útsýnisins, því að alltaf er auð-
velt að lækka flugið til þess að
átta s;g á landslaginu, ef þú ert
í vafa.
Helicopter-flugvélin er alls
ekki takmörkuð við að hef ja sig
til flugs eða lenda alveg lóðrétt,
því að hún getur svifið í hvaða
átt sem er, með vélar sínar í
gangi eða án þess. Ef vélin þín
skyldi bila, er hægur vandi að
svífa að hentugum lendingar-
stað, og lenda svo lóðrétt síðasta
spölin. Og ef þú þyrftir ein-
hverra orsaka vegna að lenda
á stað, sem er þér ókunnur, þá
ert þú fullviss um, að flugvélin
þín getur lent — jafnvel þó að
vélar hennar hafi stöðvast —
bókstaflega með gönguhraða.
Ef vélin er í gangi, getur þú
eytt svo miklum tíma sem þig
lystir til að lenda henni — þú
getur ,,bakkað“ henni eða kippt
til hliðar, til að ieita að hentug-
asta blettinum. Gagnstætt
venjulegum flugvélum, þarft þú
ekki að óttast neitt, þó að þú
sjáir klett eða mishæð rétt fyr-
ir framan helicopter-flugvélina
þina í slæmu skyggni, því að þú
getur stöðvað hana í miðju lofti
og síðan farið í hvaða átt sem
þú vilt —-. eins hægt og þú telur
nauðsynlegt.
Ef flugvélin þín er útbúin til
að lenda bæði á landi og sjó,
þarft þú ekki að hafa áhyggjur
af því að hjólin séu í lagi. Heli-
copter láðs- og lagar-flugvél-
in þarf engin hjól til að
lenda á landi. Það er hægt að
lenda henni og hefja til flugs
bæði á landi og sjó, jafnvel í
roki, sern gera mundi venjulegri
flugvél af sömu stærð ómögu-
legt að hreyfa sig.
Helicopter-flugvélin getur þó
ekki tekið að sér hlutverk flug-
véla á langleiðum, sem fljúga
með miklum hraða og þungan
farm. Burðarmagn þeirra heli-
copter-flugvéla, sem þegar hafa
verið byggðar, virðist vera í
kring um 12—15 farþegar eða
álíka þungur farmur. Mesti
hraði, sem þær geta náð mun
líklega verða nálægt 140—150
mílum á klst., en sá hraði næst