Úrval - 01.10.1943, Side 91
TÖFRAR TRJÁVIÐARINS
89,
ast hvar í Evrópu skortur á
kjötmeti og feitmeti. Á ófrið-
artímum verður skorturinn enn
tilfinnanlegri. Danir sneru sér
að trjáviðnum eftir að Þjóð-
verjar höfðu skorið niður mik-
inn hluta bústofns þeirra. Hálf-
unninn viðarsykur og ölger,
framleiddur úr sagi, er ekki að-
eins gott sem fóðurbætir handa
skepnum, heldur fundu menn
það út, að ef viðarcellulose er
soðið mikið, þá myndast hvítt
duft, sem hefir nærri eins mik-
ið næringargildi og hafrar.
Meira en ein milljón smálesta
af slíku gervifóðri var framleitt
á Norðurlöndum s.l. ár, og
sparaði innflutning á 40 millj.
skeppa af höfrum.
Samgöngiir.
Mörg vélknúin hernaðartæki
og öll vélknúin tæki á heima-
vígstöðvum á meginlandi Ev-
rópu þafnast nú ekki lengur
benzíns. Þau eru knúin áfram
með trjáviði. Meira en hálf
milljón af bílum ásamt dráttar-
vélum og alls konar vinnuvél-
um, allt frá Noregi til ítalíu,
hafa verið útbúnar ofnum, sem
bremia viðarkolum, og koma
þeir þá í stað venjulegra ben-
zíngeyma.
Venjulegir bílar ná 80% af
krafti sínum með þessu elds-
neyti, miðað við benzín-notkun.
Nýlega var tilkynnt opinber-
lega að viðarkolaofnarnir, sem
notaðir eru í Þýzkalandi, spör-
uðu Þjóðverjum iy2 millj. smá-
lesta af benzíni árlega, sem þeir
gætu svo notað fyrir mikilvæg
hemaðartæki. Þetta jafngildir
öllu því benzínmagni, sem Þjóð-
verjar notuðu í sókn sinni yfir
Holland, Belgíu og Frakkland
sumarið 1940. Viðarkolaofnum
er komið fyrir á landbúnaðar-
vélum, bátum, vegavinnutækj-
um og bifhjólum. Diesel-vélar
eru sérstaklega hentugar fyrir
slíkan útbúnað.
En ýmsar hernaðarvélar,
einkum flugvélar, verða að hafa
benzín. Ef ethyl-alcoholi er
blandað saman við lélegt benzín,
verður úr því ágætt vélaelds-
neyti. Allar tegundir spírituss er
hægt að framleiða úr trjáviði,
ekki einungis hið baneitraða
methyl-alcohol (tréspíritus)
heldur einnig iðnaðarspíritus.
Úrgangs-spíritusinn úr þeim 8
milljónum smálesta af pappír,
sem framleiddur er í Evrópu úr
trjáviði, er ekki lengur hent í
fljótin, heldur er haxm hreins-
aður og unninn. Með bættum