Úrval - 01.10.1943, Side 64
62
CTRVAL
að vild sinni. Þessum mönnum
tekst alltaf að komast yfir
landamærin, þrátt fyrir það, að
landamæraverðirnir hafa skip-
anir um að leyfa engum að fara
inn eða út úr landinu.
Sjálfboðaliðarnir fara inn í
þorpin og hvetja unga menn til
þess að herða baráttuna gegn
kúgurum sínum.
í Japan vinna nú um 350 þús.
Kóreu-manna. 1 fyrstu voru
þeir fengnir til þess að vinna
við vegagerðir og önnur erfið
störf. Síðar voru þeir fluttir í
hergagnaiðnaðinn. En það voru
slæm mistök hjá Japönum.
Kóreu-mennirnir voru ekki
fyrr komnir inn í verksmiðjurn-
ar, heldur en skemmdarverkin
þyrjuðu. Erlendir blaðamenn
voru undrandi yfir hinum em-
kennilegu slysum í Mitsubishi-
flugvélaverksmiðjunni, í Osaka-
orkuverinu og í skipasmíða-
ptöðvunum við Kobe og Naga-
saki. Þó að öll þessi skemmdar-
verk hafi ekki verið verk Kóreu-
manna, sannar tala þeirra
Kóreu-manna, sem teknir voru
af lífi, að þeir eru mjög kænir
skemmdarvargar.
Kóreu-menn eiga að baki sér
merkilega menningu. Þeim svip-
ar mikið til Kínverja. Þeir eru
friðsöm þjóð og vel menntuð.
Menning þeirra er miklu eldri
en menning Japana. Kóreu-
menn voru fyrrum iðulega
fengnir til Japan til þess að
kenna fólki þar silkiormarækt
og önnur nytsöm störf.
Eins og aðrar austurlanda-
þjóðir höfðu Kóreumenn lítil af-
pkipti af öðrum þjóðum, en
lifðu sínu menningarlífi í kyrr-
þey. Þegar Evrópa var að rétta
við eftir krossferðirnar, gáfu
Kóreu-menn út sína fyrstu al-
fræðiorðabók. Hún er 112 bindi.
Tungumál þeirra var auðlært,
og þeir notuðu lausaletur löngu
áður en Gutenberg fæddist.
Það er augljóst, hvaða þýð-
ingu Kórea og hin hrausta þjóð,
sem byggir landið, muni hafa,
þegar lokaárásin á Japan hefst.
Japanir hafa eina milljón her-
manna á landamærum Síberíu
og Manchuríu, og það er allt
annað en notaleg tilfinning fyr-
ir þá, að vita af 23 milljónum
manna að baki sér, sem bíða að-
eins eftir hentugu tækifæri tii
að ráðast aftan að þeim.
Kórea, sem einu sinni var
brúarsporður Japana við innrás
þeirra á meginland Asíu, mun
þá verða stökkpallur Banda-
manna til innrásar í Japan.