Úrval - 01.10.1943, Síða 28
26
ÚRVAL
vefir veita hinum geislamögn-
uðu efnum mismunandi mót-
töku, hefir verið hægt að nota
innvortis geislan við krabba-
meinssjúkdóma í fleiri líffærum
en blóðinu. Sum geislamögnuð
efni virðast jafnvel safnast fyr-
ir í meinsemdum. Vissar bein-
skemmdir hafa verið geislaðar
með strontium og sumar mein-
semdir í æðakerfi líkamans hafa
fengið innvortisgeislan með
geislamögnuðu f osf óri. Árangur-
inn hefir verið mjög uppörfandi
og fyllilega sambærilegur við
venjulega röntgenmeðferð, þótt
enn sem komið er séu þessar
aðferðir mjög dýrar og undir
nákvæmri rannsókn sérfræðinga.
Þekking vor á blóði og mynd-
un þess í líkamanum hefir tek-
ið gagngerum breytingum vegna
tilrauna, sem gerðar hafa verið
með geislamögnuðu járni. Það
er viðurkennt, að járn er nauð-
synlegt við myndun hemoglob-
ins, hins rauða litarefnis í blóð-
inu. En spurningin var, hvað
þarf mikið járn? Hvar í innyfl-
unum samlagast það líkaman-
um? Hvaða lögmál ræður því
magni, sem samlagast? Er
miltið kirkjugarður og forðabúr
rauðu blóðkornanna?
Tilraunir, sem gerðar hafa
verið með geislamögnuðu járni
á dýrum, hafa þegar fært okk-
ur svör við sumum af þessum:
spurningum. Járnmagn það, sem
samlagast líkamanum, fer ekki
eftir því, hvað mikið járn er
borðað. Ef járnbirgðir líkamans
eru miklar samlagast aðeins
mjög lítið gegnum smáþarm-
ana. En ef líkaminn er járnfá-
tækur, t. d. vegna tíðra blæð-
inga, veitir hann miklu stærra
magni viðtöku.
Fólk sem þjáist af blóðleysi,
vegna járnskorts, þarfnast
miklu meira járns en heilbrigt
fólk, en stafi blóðleysið frá
efnavöntun í lifrinni, er járnþörf
þess venjulegast eðlileg. Stafi
blóðleysið frá langvarandi eitr-
un, er oftast um enga óeðlilega
járnþörf að ræða. Aftur á móti
þurfa barnshafandi konur tíu
sinnum meira járn en venjulegt.
er.
Af því að hægt er að geisla-
magna næstum því öll frumefni,
þau eru 92, sem þekkjast, hafa
margir fleiri af leyndardómum
sjúkdómanna verið rannsakaðir,
t. d. hefir geislamagnað joð ver-
ið notað til rannsókna á skjald-
kirtlinum.
Vísindamenn vita nú orðið
nákvæmlega, hvar í skjaldkirtl-