Úrval - 01.10.1943, Blaðsíða 25
ÆTLAÐ FEÐRUM EINUM
2.3
ur börn. Sársaukaskugga bregð-
ur fyrir á andliti hans. Og ann-
að er til marks um það, að skelf-
ingarkennd fer um sál hans, —
hann sþyr ekki einnar einustu
spurningar. Þetta er allt og
sumt. Ég var að vænta þess, að
út af þessu spynnist eitthvað
frekar. Ég verð eflaust að bíða
enn um sinn.
En brátt kom þó að því, að ég
sæi það, sem ég var að bíða
eftir: samúðar- og meðaumkun-
arkenndina vakna. Hún vaknar
smámsaman og hægfara. Geisl-
ar hennar eru fölir ennþá. Hann
safnar þeim alveg handa sjálf-
um sér, fyrst í stað. En síðar
verða þeir bjartari, og þá skína
þeir á Zazou, hvolpinn, sem allt-
af er á hælunum á honum, á
litlu frændsystkinin hans, og
síðan á jötnana, — fullorðna
fólkið, eins og pabba og mömmu,
Önnu og Siggu-Stínu . . . ef til
vill ekki lengra en þetta. Það
verður tímakorn þangað til sá
litli logi geislar út yfir takmörk
þeirrar litlu veraldar, sem er
umhverfis hann.
Spádómur.
„Styrjöldin til að binda enda á allar styrjaldir" virðist hafa
verið háð oftar en einu sinni. Chateaubriand virðist að minnsta
kosti hafa trúað, að styrjöldin, sem hann lifði, og lauk með or-
ustunni við Waterloo, hafi verið þeirrar tegundar. „Napoleon,"
skrifar hann í endurminningum sínum, „batt enda á ákveðið
tímabil í sögu mannkynsins. Aldrei framar getur styrjöld orðið
keppikefli nokkurrar þjóðar. Styrjaldir hans voru svo stórkost-
legar, að aldrei verður hægt að jafnast á við slikt. Hann lokaði
að baki sér í eitt skipti fyrir öll hliðinu að musteri Janusar, og
hlóð að því svo stóran valköst, að aldrei framar verður hægt að
opna það.“ — Það er engin ástæða til að ætla, að Chateaubriand,
hinn grandvari og alvörugefni sagnfræðingur og stjórnmálamað-
ur, hafi ekki mælt af einlægni, þegar hann lét þennan spádóm
í ljós.
— Cicely Hamilton í „Modern England”.