Úrval - 01.10.1943, Page 66
64
TJRVAL
að kvöldi, og Kúkin hló æðislega
og sagði:
„O, mér er rétt sama. Rigni.
þá bara. Það er þá bezt, að allt
fa.il á flot. Ég á mér hvort eð
er enga von. Starfsfólkið kærir
mig fyrir svik og dregur mig
fyrir dómstólana. Ég verð send-
ur í þrælavinnu í Síberíu eða
kannske hengdur. Ha, ha, ha!“
Þriðja daginn fór allt á sömu
lund.
Ólenka hlustaði þegjandi og
alvarleg á Kúkin. Stundum
vöknaði henni jafnvel um augu.
Að lokum rann óhamingja Kú-
kins henni til rifja. Hún varð
ástfangin af honum. Hann var
lágvaxinn, þrekinn og gulur í
andliti, hárið hrokkið og kembt
aftur frá enninu og röddin hvell
og skræk. Andlitið varð allt
hrukkótt, þegar hann talaði. Ör-
væntingin skein þar úr hverjum
drætti. Og þó vakti hann djúpa,
einlæga ást í huga Ólenku.
Hún unni ávallt einhverjum.
Hún gat ekki án þess verið, að
elska einhvern. Hún hafði elsk-
að sjúkan föður sinn, sem sat
lon og don í hægindastól í
dimmu herbergi og stundi þung-
an. Hún hafði elskað föðursyst-
ur sína, sem kom frá Bryansk
einu sinni eða tvisvar á ári. Og
áður fyrr, meðan hún var í
gagnfræðaskólanum, hafði hún
unnað frönskukennaranum. Hún
var hæglát, brjóstgóð og ljúf-
lynd stúlka, sem kom fólki mjög
vel fyrir sjónir. Þegar mönnum
varð litið á rjóðar, ávalar kinn-
ar hennar, mjúkan, hvítan háls-
inn rneð dökkan fæðingarblett-
inn, og innilegt, barnslegt bros-
ið, sem ávalit lék um andlit
hennar, ef eitthvað skemmtilegt
var sagt, hugsuðu þeir: „Ekki,
ósnotur,“ og brostu líka. 1 miðj-
um samtölum kom það fyrir, að
kvenfólk greip utan um hönd-
ina á henni og hrópaði: „Yndið
mitt!“
Húsið, sem hún hafði fengið
að erfðum og búið í frá fæðingu,
stóð í úthverfi bæjarins, ekki
langt frá skemmtistaðnum.
Frá því snemma á daginn og
þar til seint á kvöldin gat
hún heyrt hljóðfærasláttinn og
lúðrahljóminn. Henni fannst
eins og Kúkin væri að berjast
þarna við örlög sín og hefði ráð-
izt á höfuð-óvin sinn, hinn
skeytingarlausa almenning. Hún
komst talsvert við og gat með
engu móti farið að sofa, og þeg-
ar Kúkin kom hehn undir morg-
imsárið, barði hún á gluggarúð-
una. Hann sá andlit hennar og