Úrval - 01.10.1943, Page 66

Úrval - 01.10.1943, Page 66
64 TJRVAL að kvöldi, og Kúkin hló æðislega og sagði: „O, mér er rétt sama. Rigni. þá bara. Það er þá bezt, að allt fa.il á flot. Ég á mér hvort eð er enga von. Starfsfólkið kærir mig fyrir svik og dregur mig fyrir dómstólana. Ég verð send- ur í þrælavinnu í Síberíu eða kannske hengdur. Ha, ha, ha!“ Þriðja daginn fór allt á sömu lund. Ólenka hlustaði þegjandi og alvarleg á Kúkin. Stundum vöknaði henni jafnvel um augu. Að lokum rann óhamingja Kú- kins henni til rifja. Hún varð ástfangin af honum. Hann var lágvaxinn, þrekinn og gulur í andliti, hárið hrokkið og kembt aftur frá enninu og röddin hvell og skræk. Andlitið varð allt hrukkótt, þegar hann talaði. Ör- væntingin skein þar úr hverjum drætti. Og þó vakti hann djúpa, einlæga ást í huga Ólenku. Hún unni ávallt einhverjum. Hún gat ekki án þess verið, að elska einhvern. Hún hafði elsk- að sjúkan föður sinn, sem sat lon og don í hægindastól í dimmu herbergi og stundi þung- an. Hún hafði elskað föðursyst- ur sína, sem kom frá Bryansk einu sinni eða tvisvar á ári. Og áður fyrr, meðan hún var í gagnfræðaskólanum, hafði hún unnað frönskukennaranum. Hún var hæglát, brjóstgóð og ljúf- lynd stúlka, sem kom fólki mjög vel fyrir sjónir. Þegar mönnum varð litið á rjóðar, ávalar kinn- ar hennar, mjúkan, hvítan háls- inn rneð dökkan fæðingarblett- inn, og innilegt, barnslegt bros- ið, sem ávalit lék um andlit hennar, ef eitthvað skemmtilegt var sagt, hugsuðu þeir: „Ekki, ósnotur,“ og brostu líka. 1 miðj- um samtölum kom það fyrir, að kvenfólk greip utan um hönd- ina á henni og hrópaði: „Yndið mitt!“ Húsið, sem hún hafði fengið að erfðum og búið í frá fæðingu, stóð í úthverfi bæjarins, ekki langt frá skemmtistaðnum. Frá því snemma á daginn og þar til seint á kvöldin gat hún heyrt hljóðfærasláttinn og lúðrahljóminn. Henni fannst eins og Kúkin væri að berjast þarna við örlög sín og hefði ráð- izt á höfuð-óvin sinn, hinn skeytingarlausa almenning. Hún komst talsvert við og gat með engu móti farið að sofa, og þeg- ar Kúkin kom hehn undir morg- imsárið, barði hún á gluggarúð- una. Hann sá andlit hennar og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.