Úrval - 01.10.1943, Qupperneq 50
48
ÚRVAL,
vitrir.“ Auðvitað skildi ég ekki
almennilega, hvað hún meinti
með þessum orðum. En svo að
ég haldi mér við efnið. Ég hata
arsenik, af því að það er eitur;
en hatur hinna er annars eðlis,
það er hættulegt, óhugsað hatur.
Ég sagði því við sjálfan mig:
„Að mér heilum og lifandi —
ég skal búa. mér sjálfur til fána.
Ég skal búa mér til fána, sem
hefir strætisbreidd, fána, sem
er laus við eiturmerkingar hinna
fánanna — hreinan, hvítan
fána.“ Já, herra minn. Ég ósk-
aði þess eins, að geta búið til
svo stóran fána, að hægt væri
að veifa honum yfir allri jörð-
inni. Jæja, herra minn — þér
sjáið fánann. Þér teljið hann
hvítan, en yður skjátlast dálít-
ið. Hann hefir aðeins Iit Hlát-
ursins, og þetta eru mín eigin
orð. Ég var margar klukku-
stundir að sauma þau í fánann.
Og ég sagði við sjálfan mig;
,,Að mér heilum og lifandi —
ég skal drekka mig blindfullan,
þegar ég hætti vinnu í kvöld og
ég skal veifa þessum fána yfir
strætinu. Og ég skal veifa þess-
um orðum líka; því að ég trúi
á þau, því að ég hefi lifað ham-
ingjusömu lífi. Krakkamir mín-
ir eru fallegustu krakkar, sem
þér getið augum litið, og konan
mín býr til betri búðinga en
nokkur af nágrannakonunum.
Og mér þykir líka gott að fá
mér bragð og leifi ekki af, ef
ég næ í eitthvað almennilegt.
Ég fór því rakleitt og drakk
mig fullan. Ég varð alveg blind-
ur. Og ég hló. Já, herra minn,
þér hefðuð hlegið líka, að sjá
allt þetta fólk, sem horfði á
mig, súrt á svipinn, lymskulegt
og áhyggjufullt — allir gláptu
á mig og fánann minn eins og
ég væri vitfirringur. Og ég
sagði: „Heyrið góðir hálsar,.
fáið ykkur glas á minn kostn-
að. Ég er ekki milljónamæring-
ur, en eitt glas gæti mildað á
ykkur svipinn. Þið eruð hálf-
dauðir, og þið vitið það ekki.“
En þeir vildu það ekki. Nei,
herra minn. Þeir sátu bara
þama og skröfuðu og drukku
bjórinn sinn, eins og hann væri
seigdrepandi eitur. Ég tók því
upp fánann minn og fór út og
veifaði honum yfir höfði mér,
er ég gekk eftir götunum á leið
heim.
Ég hrópaði eins hátt og ég
gat: „Guð veit, að ég hefi lifað
hamingjusömu lífi! Áfram nú,
hlægið þið, ræfilstuskurnar ykk-
ar — gleymið öllu og hlægið.