Úrval - 01.10.1943, Side 39
FLUGVSL FRAMTÍÐARINNAR
37
ir þér upp í loftið, og ef þú
hreyfir annað handfang lítil-
Jega, þá þýtur þú af stað yfir
landið. Og alls staðar fyrir neð-
an eru þúsundir lendingarstaða,
— því að flugvélin getur lent
örugglega næstum hvar sem er.
Þessi hæfni helicopter-flug-
vélarinnar til þess að lenda, þar
sem aðrar flugvélar geta það
ekki, gera hana nothæfa á mjög
mörgum sviðum. T. d. getur hin
nýja hernaðar-helicopter-flug-
vél haldið kyrru fyrir í loftinu,
og geta menn farið eftir kaðal-
stiga niður á jörðina með fyllsta
öryggi.
Það er auðvelt að sjá, að hve
miklu gagni helicopter-sjúkra-
flugvél getur orðið — sérstak-
lega á stöðum, þar sem björgun
undir venjulegum kringumstæð-
um væri talin ómöguleg. Hún
getur lent og hafið sig til flugs
í leðju á flóðasvæðum eða í
djúpum snjó á afskekktum stöð-
um. Jafnvel hæstu fjallatindar
eru lendingarstaðir fyrir heli-
copter.
Hægt er að hraða mikið af-
greiðslu flugpósts, með því að
láta helicopter-flugvélar fljúga
með hann frá hinum stærri
flugvöllum og beint til pósthús-
anna, inni í borgum og bæjum.
Ekki yrðu neinir lendingarörð-
ugleikar þessu til hindrunar,
því að nú þegar hefir helicopter-
flugvélin sýnt, að hægt er að
ferma hana og afferma, meðan
hún heldur kyrru fyrir í loft-
inu. Og þar að auki er erfitt að
hugsa sér pósthús, sem heli-
copter-flugvél gæti ekki lent
nærri — eða jafnvel á þaki þess.
Stjórntæki helicopter-flugvél-
anna eru mjög einföld, nálega
öll þau sömu eins og á venju-
legri sport-flugvél. Það helzta,
sem er frábrugðið, er handfang
við hliðina á flugmannssætinu.
Þegar þú dregur það til baka,
fer flugvélin beint upp í loftið.
Og ef þú notar önnur handföng
jafnframt, getur þú myndað
hvað stórt horn við jörðina sem
þú vilt, um leið og flugvélin
hefst á loft.
Einn kostur við helicopter-
flugvélina sem einkaeign er sá,
að hún gerir mönnum kleift að
búa fjarri vinnustað sínum.
Menn, sem vinna innistörf í
borgunum, geta auðveldlega átt
heimili í heilnæmu fjallalofti,
langt í burtu. Hundrað mílna
leið mun aðeins verða klukku-
stundarferðalag, og þú þarft
ekki að bera kvíðboga fyrir því
að geta ekki lent, þó að dimm-