Úrval - 01.10.1943, Page 79
Sagan af Jósúa frá Nazaret,
sem Grikkir kölluðu Jesús.
Jósúa frá Nazaret.
Úr bókinni „The Story of Mankind",
eftir Hendrik Willem van Loon.
F | M haustið árið 815 eftir róm-
versku tímatali (þ. e. árið
62 e. Kr.) skrifaði rómverskur
læknir, Æsculapius Cultellus,
frænda sínum, er var í herþjón-
ustu í Sýrlandi, eftirfarandi
bréf:
Kæri frændi!
Fyrir nokkrum dögum var ég
beðinn að vitja sjúks manns,
sem heitir Páll. Hann er róm-
verskur borgari af gyðinglegum
uppruna, vel menntaður og
þægilegur í viðmóti. Mér hafði
verið sagt, að hann væri stadd-
ur hér vegna málareksturs, væri
að áfrýja úrskurði eins af hér-
aðsdómstólum vorum í Cæsareu
eða einhverjum slíkum stað
við Miðjarðarhafsbotn. Honum
hafði verið lýst sem „æstum og
óbilgjörnum" náunga, sem hefði
haldið ræður gegn þjóðinni og
lögunum. Mér virtist hann mjög
vel gefinn og gagnheiðarlegur.
Vinur minn, sem hefir verið í
herþjónustu í Litlu-Asíu, segir
mér, að hann hafi heyrt eitt-
hvað um hann í Efesus, þar sem
hann hafi prédikað um einkenni-
legan, nýjan guð. Ég spurði
sjúklinginn, hvort þetta væri
satt og hvort hann hefði hvatt
fólkið til að hefja uppreisn gegn
vorum elskaða keisara. Páll
sagði mér, að það ríki, sem hann
hefði talað um, væri ekki af
þessum heimi, og hann sagði
margt kynlegt, sem ég skildi
ekki, en það stafaði sennilega
af hitasóttinni.
Persónuleiki hans hafði mikil
áhrif á mig og ég var hryggur,
er ég frétti, að hann hefði verið
drepinn á Ostia-vegi fyrir
nokkrum dögum. Þess vegna
skrifa ég þér þetta bréf. Þegar
þú ferð næst til Jerúsalem, vil
ég biðja þig að afla einhverra
upplýsinga um vin minn Pál og
hinn kynlega spámann Gyðinga,
sem virðist hafa verið kennari
hans. Þrælarnir okkar eru orðn-
ir ákaflega æstir út af hinum