Úrval - 01.10.1943, Side 80
78
ÚRVAL
svokallaða Messíasi, og nokkrir
þeirra, sem töluðu opinberlega
um hið nýja ríki (hvað svo sem
það þýðir) hafa verið krossfest-
ir. Mér þætti vænt um að fá að
vita sannleikann, sem allur þessi
orðrómur byggist á, og er
þinn einlægur frændi,
Æsculapius Cultellus.
Sex vikum síðar svaraði Glad-
ius Ensa, höfuðsmaður sjöunda
gallverska herfylkisins, bréfi
frænda síns á eftirfarandi hátt:
Kæri frændi!
Ég hefi meðtekið bréf þitt og
hlýtt fyrirmælum þínum.
Fyrir tveim vikum var her-
sveit okkar send til Jerúsalem.
Það hafa brotizt þar út margar
uppreisnir á síðustu öld, og það
er ekki mikið eftir af gömlu
borginni. Við höfum verið hérna
í mánuð og á morgun höldum
við áfram til Petra, þar sem
nokkrir Araba kynflokkar hafa
gert uppþot. Ég ætla að eyða
þessu kvöldi til að svara spurn-
ingum þínum, en þú mátt ekki
vænta ítarlegrar skýrslu.
Ég hefi haft tal af flestum af
eldri mönnum borgarinnar, en
fáir hafa getað gefið mér greini-
legar upplýsingar. Fyrir nokkr-
um dögum kom farandsali í her-
búðir okkar. Ég keypti af hon-
um nokkrar olífur og spurðí
hann, hvort hann hefði heyrt
getið hins nafntogaða Messías-
ar, sem var líflátinn á unga
aldri. Hann kvaðst muna greini-
lega eftir atburðinum, því að
faðir hans hefði farið með hann
út að Golgata (sem er hæð ná-
lægt borginni) til þess að horfa
á aftökuna, og til þess að sýna
honum, hver yrðu örlög laga-
brjóta og óvina Júdeaþjóðar.
Hann sagði mér heimilisfang
Jóseps nokkurs, sem hann taldi
hafa verið persónulegan vin
Messíasar, og skyldi ég hitta
hann að máli, ef ég æskti frek-
ari upplýsinga.
I morgun fór ég að hitta
Jósep. Hann er mjög aldurhnig-
inn, en hafði áður verið fiski-
maður á vötnunum. Minni hans
er gott og hjá honum fékk ég
loks sæmilega áreiðanlega
skýrslu um atburði þá, sem
gerðust á hinum róstusömu tím-
um, áður en ég fæddist.
Tiberius, hinn mikli og dýrð-
legi keisari vor, ríkti um þetta
leyti, og embættismaður að
nafni Pontius Pílatus var lands-
stjóri yfir Júdeu og Samaríu.
Hann virðist hafa verið heiðar-
legur embættismaður og gat sér
gott orð. Árið 783 eða 784