Úrval - 01.10.1943, Síða 63
MESTU SKEMMDARVARGAR 1 HEIMI
61
næsta vagni við keisaravagninn.
Það, sem minna ber á, en er
þó hættulegt Japönum, eru öll
smærri skemmdarverkin í verk-
smiðjunum, íkveikjur, spreng-
ingar og járnbrautarslys, sem
meðlimir leynifélaganna valda
og lögreglan ræður ekkert við.
Tvö leynifélög Kóreumanna,
störfuðu utan Kóreu. Yi-Nul-
Tan-félagið hafði deildir í
Shanghai, Peking, Tientsin og
Suður-Manchuríu, og hafði á
hendi „slátrun í stórum stíl“ á
japönskum hermönnum. Það
hafði sitt eigið vopnabúr í
Shanghai.
Foringi þessa leynifélagsskap-
ar, Kim Yak-san, stjónar nú
sjálfboðaliðssveitum Kóreu-
manna í Kína, og Japanir kalla
hann „óvin þjóðfélagsins nr. l.“
Hitt leynifélagið, Che-K’e-
Tan-félagið, sem starfar í Man-
churíu og Síberíu, hefir lagt
mesta stund á að skera hátt-
setta japanska embættismenn á
háls. 1 slíkt óefni var komið, að
fáir japanskir embættismenn
þorðu að ferðast um Kóreu.
Hvenær sem einhver ógæfa
henti Japani, var Kóreu-búum
kennt um. Eftir hinn mikla jarð-
skjálfta 1. sept. 1923, voru tug-
ir þúsunda af Kóreu-mönnum
drepnir á strætum úti í Tokyo,
Osaka og Yokohama, ásakaðir
um að hafa eitrað vatnsbrunn-
ana — ásökun, sem við rann-
sókn rejmdist vera röng.
Þessi harðýðgisstjórn hefir
valdið því, að milljónir af Kóreu-
búum hafa flúið land sitt. Þeg-
ar Japanir hertóku Manchuríu,
króuðu þeir 600 þús. Kóreu-
menn þar inni, flesta af þeim
á Cheng-tao svæðinu, milli.
Kóreu og Síberíu, þar sem
Kóreu-menn voru þrisvar sinn-
um fleiri heldur en Kinverjar.
Mjög fáir Kóreu-menn geta.
setið á sátts höfði við Japani.
Þeir aðstoða kínverska skæru-
flokka, ganga í kínverska her-
þjónustu, ef þeir geta komið
því við, og fara huldu höfði um
landið.
Einn af fremstu leiðtogum
Kóreu-manna, Kim San, hefir
áætlað, að áður en Sino-jap-
anska stríðið brauzt út, hafi
verið 70 þús. vopnaðir föður-
landsvinir og 10 þús. sjálfboða-
liðar í Manchuríu.
En hættulegastar Japönum
eru sjálfboðaliðasveitir Kóreu-
manna í Kína. í þessum sveit-
um eru vel æfðir skæruhermenn,
tala japönsku og dulbúa sig
sem Japani og fara um landið