Úrval - 01.10.1943, Qupperneq 96
94
OítVAL
að það sé ekki hægt að „æfa“
tannholdið frekar en t. d. nögl-
ina á stóru tánni. Það eru engir
vöðvavefir í tannholdinu, sem
hægt er að „æfa“ og „A“ getur
engin áhrif haft á heilbrigði
þess. Hin „örfandi áhrif“, sem
„A“ hefir á blóðrásina í tann-
holdinu, eru aðeins ertandi
áhrif frá bragðolíum, sem bland-
að er út í tannkremið.
Framleiðendur „B" tanndufts
hafa á undanfömum sjö árum
eytt um 30 milljónum króna til
að sannfæra almenning um kosti
tanndufts fram yfir tannkrem.
„Notið tannduft eins og tann-
læknirinn", hefir verið vígorð
þeirra. Tannlæknar mótmæltu
því eindregið, að ,,B“ tannduft
væri samskonar duft og þeir
nota, og Verzlunarráðið lét
fram fara rannsókn í málinu.
Rannsóknin leiddi í Ijós, að
„B“ tannduft var gert úr allt
öðrum efnum en duft það, sem
tannlæknar nota. „B“ tannduft
er kalkduft, en tannlæknar nota
venjulega kísilduft, sem er harð-
ara efni og hreinsar því betur,
en ekki er ráðlegt að nota það
oft.
Rannsóknin leiddi einnig í
Ijós, að ,,B“ tannduft er að efni
til mjög líkt þeim tannkrems-
tegundum, sem það hefir gert
svo lítið úr í auglýsingum sín-
um. Aðalmunurinn á tanndufti
og tannkremi er sá, að flestar
tannkremstegundir eru skaö-
lausar, en í tanndufti geta verið
harðar agnir, sem rispa tann-
glerunginn.
Þegar ,,C“ tannduft kom fram
á sjónarsviðið, var hin ákafa
auglýsingastarfsemi ,,B“ tann-
dufts búin að koma þeirri trú
inn hjá almenningi, að tann-
duft væri að verulegu leyti frá-
brugðið tannkremi. Framleið-
endur þess lögðu því í auglýs-
ingum sínum áherzlu á, að það
sem skapaði ,,C“ tanndufti sér-
stöðu, væri, að í því væri sodium
perborate, og að óræk sönnun
um gæði þess væri sú, að kvik-
myndastjömumar notuðu það.
„Hollywood hefir ekki einka-
leyfi á fallegum tönnum. Þér
getið líka haft tennur, sem
„skína eins og stjörnurnar“.“
Ráðið benti framleiðendum
,,C“ tanndufts á, að þess væri
varla að vænta, að ,,C“ tannduft
gæti gert venjulegar tennur
eins gljáhvítar og þær celloid-
tannhlífar, sem kvikmynda-
stjörnumar nota oft til að hylja
sínar eigin tennur. Ráðið and-
mælti einnig þeirri staðhæf-