Úrval - 01.10.1943, Side 77

Úrval - 01.10.1943, Side 77
ÓLENKA 75 vera kennurum þínum hlýðinn og þekkur.“ „Æ, láttu mig í friði,“ svar- aði Sasja. Svo labbaði hann niður göt- una í áttina til menntaskólans, lítill hnokki með stóra húfu og skólatösku við öxlina. Ólenka fylgdi honum hljóðlátlega eftir. ,,Sasjenka,“ kallaði hún. Hann leit við, og hún laumaði döðlu eða karamellu í lófa hans. Þegar hann nálgaðist skólann, vatt hann sér við og sagði, því að hann skammaðist sín fyrir að láta stóran og stæltan kven- mann fylgja sér: „Þú ættir að snúa aftur. Ég kemst einn það, sem eftir er.“ Hún nam staðar og starði á eftir honum, unz hann hvarf inn 1 anddyri skólahússins. Ó, hve henni þótti vænt um hann! Al,drei hafði hún verið jafn altekin af elsku til nokk- urrar veru sem þessa litla drengs, er hún átti ekki, með spékoppana í kinnunum og stóru húfuna á höfðinu. Fyrir hann hefði hún fórnað lífi sínu — fórnað því með gleði og feginstárum. Hvers vegna? Æ, hvers vegna? Þegar hún hafði fylgt Sösju í skólann, skundaði hún heim- leiðis, hljóðlát, glöð, þakklát, elskandi. Hún var orðin mun unglegri en hún var fyrir hálfu ári, broshýr og sviplétt. Fólk, sem mætti henni, komst í gott skap við að sjá hana. „Góðan daginn, Olga Semyon- ovna, yndið mitt! Hvernig líður þér?“ sagði það. „Menntaskólanám er enginn leikur nú á dögum,“ sagði hún á markaðstorginu. „Það er ekki neinn gamanleikur. I gær voru nemendurnir í fyrsta bekk látn- ir læra dæmisögu utan að, gera latneskan stíl og reikna dæmi. Hvernig er hægt að ætlast til svo mikils af þessum litlu snáð- um?“ Og hún talaði um kennarana, námsgreinarnar og námsbæk- urnar og endurtók allt, sem Sasja hafði sagt um þetta. Þau snæddu miðdegisverð klukkan þrjú. Á kvöldin lásu þau námsefnið saman, og Ólenka grét með Sösju yfir erfiðleikunum. Þegar hún hafði háttað hann, staldraði hún stundarkorn við hvílustokkinn, gerði krossmark yfir honum og þuldi kvöldbænir. Og þegar hún lagðist til hvíldar sjálf, dreymdi hana langt inn í framtíðina, að Sasja hefði lokið námi og væri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.