Úrval - 01.10.1943, Page 118

Úrval - 01.10.1943, Page 118
116 ÚRVAL Hann skrifaði reikningsdæmin sín snyrtilega, og þegar Nell gekk fram hjá herbergisdyrum hans á morgnana, heyrði hún tilbreytingalausa rödd hans, þegar hann var að þylja sögu Ameríku upphátt. Á hverju kvöldi, þegar hann kyssti hana, þrýsti hann henni fast að sér, og horfði brosandi og hamingjusamur í augu henn- ar. Hann eyddi mörgum dögum í að athuga hestana. Hann sat klukkustundum saman á réttar- veggnum, ákaflega merkilegur á svipinn og tuggði strá. Og þegar vikan var liðin, tilkynnti hann ákvörðun sína. ,,Ég tek veturgömlu hryssuna hennar Flugu — jörpu hryssuna með bleika taglið og faxið.“ Faðir hans horfði undrandi á hann. „Hryssuna, sem reif sig á gaddavírnum — og hefir ekki verið kölluð neitt?“ Allt stolt Kennies hvarf á augabragði. Hann varð niður- Iútur. ,,Já,“ sagði hann. „Þér hefir tekizt illa valið, sonur sæll. Þú hefðir ekki getað hreppt verri grip.“ „Hún er fljót, pabbi. Og Fluga er fljót . . .“ „Hún er af versta hestakyni. sem ég hefi eignazt —- það eru pllt hálfvitlausar skepnur. Þaö er ómögulegt að temja þær.“ „Ég skal temja hana.“ Rob blöskraði. „Hvorki ég né nokkur annar maður, hefir get- að tamið þessar óhemjur.“ Kennie stundi. „Þú ættir að breyta ákvörð- un þinni, Ken. Langar þig ekki til að eignast hest, sem verður vinur þinn?“ „Jú,“ sagði Kennie og var dá- lítið óstyrkur í rómnum. „Jæja — þið verðið aldrei vinir — þú og þessi hryssa. Hún er orðin öll rifin og tætt eftir gaddavír. Það heldur þeim ekki nokkur girðing . . .“ „Ég veit það,“ sagði Kenme lágt. „Ætlar þú að skipta um skoð- un?“ spurði Howard hranalega. „Nei.“ Rob var gremjulegur á svip- inn. Hann gat ekki gengið á bak orða sinna. Drengurinn varð að fá aðstoð við að temja hryssuna, og hann sá eftir þeim dýrmæta tíma, kannske heilum dögum, sem hlaut að fara í tamninguna. Nell McLaughlin var örvingl- uð. Enn einu sinni virtist Ken vera kominn út á villigötur. Hann var orðinn líkur og fyrr;
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.