Úrval - 01.04.1946, Blaðsíða 35
KafU úr sjálfsævisögri fyrrverandi sendiherra
Sovétríkjanna I Sviþjóff.
hyrsta ástin.
Úr sjálfsævisögu Alexöndru Kollontay.
var fimmtán ára gömul og
fann til þeirrar sælukennd-
ar að standa á þröskuldi lífsins.
Eitt skref í viðbót skólaprófið
— og ég væri orðin fullvaxta
mær. Ekki barn lengur. Þá fæ
ég að sjá og reyna, hvernig líf-
ið er í raun og veru. Engir
draumar framar um það,
hvernig rætast myndi úr lífinu.
Ég þurfti aðeins að ganga inn
og gerast þátttakandi í leikn-
um.
Við Sonja Dragomirov vorum
miklar vinstúlkur, en hún var
dóttir hetjunnar úr Balkan-
stríðinu, hins örkumlaða hers-
höfðingja Dragomirov, sem
studdi sinn háa, þrekvaxna lík-
ama við sterklegan göngustaf.
Sonja var með afbrigðum fög-
ur. Brún augu, þétt brúnt hár.
Frægir rússneskir málarar eins
og Repin og Serov máluðu hana.
Hún vissi vel um fegurð sína
og lét vini sína ekki vera í vafa
um yfirburði sína.
„Hann“ var nítján ára gam-
all og einn af bræðnun Sonju,
uppreisnarseggurinn í fjölskyld-
imni, sem hvarf frá hinu venju-
bundna riddaraskólanámi í
hinni „heimskandi forréttinda-
stofnmi“ og fór að nema við
verkfræðiskóla. Hann hét
Vanja; hann var hár vexti og
með vingjarnleg augu. Allir
bræður Sonju voru myndarlegir
piltar. En ég varð hrifin af
Vanja, af því að hann þorði að
vera „uppreisnarmaður.“
Eitt kvöld um jólaleytið fór-
um við í leiki. Það var einkum
einn leikur, sem var í tízku
kringum 1890. Allir viðstaddir
áttu að skrifa eitthvað um eitt-
hvert sérstakt orð. Svörin voru
lesin upp og maður á,tti að gizka
á, hver hefði skrifað þau hvert
fyrir sig. Það var ákaflega
gaman.
Það var stungið upp á orðinu
hamingja. Við Vanja sátum
hlið við hlið. Miðunum var