Úrval - 01.04.1946, Blaðsíða 92
■90
tTRVAL
„Þér hraðritið öll leikrit yð-
ar,“ sagði ég. „Hvernig lærðuð
þér hraðritun, og hvenær?“
Shaw: „Það hefi ég gert frá
því að ég hafði efni á að hafa
einkaritara. Ég nota Pitmans-
kerfið af því a.ð það er auðveld-
ast að skrifa það skýrt og
greinilega. Ég hefi lært önnur
kerfi — og gleymt þeim aftur.
Annars er það ástríða hjá
mér að skrifa. Ég get ekki einu
sinni hugsað um dýrt skyrtu-
brjóst án þess að fyllast löngun
til þess að skrifa eitthvað á það.
Sumir krota klám á veggi, held-
ur en ekkert, það er einkenni
á öllum þeim, sem fæddir eru
rithöfundar!“
„Er nokkurt af leikritum yð-
ar, sem yður þykir sérstaklega
vænt um?“ spurði ég.
„Nei, auðvitað ekki,“ anzaði
Shaw snöggt. „Leikritin mín
eru ekki veðhlaupahestar. Ég
hefi ekki tima tii að hugsa um
þau eftir að þeim er lokið og
þau eru hlaupin af stokkunum.“
„Hvers vegna urðu fyrstu
skáldsögurnar yðar ekki eins
vinsælar og leikrit yðar hafa
orðið síðar? Eru þessar tvær
listgreinar svo ólíkar, eða er
það bara af því að þær eru yður
ekki jafntiltækar?“
„Hvernig vitið þér að skáld-
sögur mínar hafa ekki verið
jafnvinsælar ?“ spurði Shaw.
„Leikrit mín hafa oft ekki verið
leikin árum saman, en fólk er
stöðugt að kaupa skáldsögur
mínar, og hver veit nema sumir
lesi þær?
Og hvað því viðvíkur, að ég
hefi ekki haldið áfiam að skrifa
skáldsögur — haldið þér, að
nokkur, sem getur skrifað leik-
rit, leggi sig niður við jafnauð-
velt verk og að skrifa skáld-
sögur ? Allir geta skrifað skáld-
sögur; og það sem verra er:
næstum allir gera það.
Þegar ég verð kominn á tí-
ræðisaldur verð ég ef til vill
svo latur, að ég byrja aftur á
þessum gamla barnaleik.“
Ef til vill getum við þá átt
von á því að fá að sjá nýja
skáldsögu eftir Bernard Shaw,
áður en langt rnn líður.
í'akkarávarj).
Frá bæjarfulltrúaefni, sem ekki náði kosningu, birtist svohljóð-
andi þakkarávarp: „Beztu þakkir frá mér til allra sem kusu
mig, og beztu þakkir frá konunni minni til allra, sem kusu mig
ekki.“ — Reader’s Oigest.