Úrval - 01.04.1946, Blaðsíða 34
32
URVAL
þessa. Hvað snertir kartöflu-
jurtir og bananajurtir hefir
þetta verið gert með kynbótum
við .villtar tegundir, sem hinar
ræktuðu jurtir eiga ættir sínar
að rekja til. Einnig hefir þetta
verið gert við sykurreyr með
því að láta stöðugt nýjar teg-
undir koma í stað þeirra gömlu
jafnóðum og þær gömlu falla.
Sama má segja um maísjurtina,
en þar hefir tveim heimaöldum
tegundum verið blandað saman,
og síðan einungis ræktaðir kyn-
blendingar. Og enn er sömu
sögu að segja um hindber, sem
eins hefir verið farið með og
maísjurtina, en alltaf skipt um
jurt á fárra ára fresti í stað
þess að bíða aðgerðarlaus eftir
hinum óhjákvæmilegu sjúkdóm-
um. Hvað dýr snertir, hefir
þetta verið gert með því að kyn-
bæta heimalninga með rejmdum
en þó aðfluttum tegundmn.
í stað lækningaaðferða, sem
nauðsynlegt er að beita gagn-
vart mönnum (vegna þess að
vísindalegar kynbætur koma
þar ekki til greina), og sem
hingað til hefir þótt hentugt
og nægilegt að nota við jurtir
og dýr, þá erum við nú að
breyta jurtunum og dýrunum
sjálfum. í stað lækningar kem-
ur sá meðfæddi hæfileiki jurta
og dýra, að geta hindrað það að
sjúkdómar nái tökiun á þeiin.
1 stað hinnar gömlu læknisfræði,
höfum við fullkomnari líffræði
en áður. Þannig erum við nú að
uppskera af kenningu Dai’wins
ávexti, sem svo lengi hafa van-
ræktir verið.
A snyrfistofunni.
Oflátungur noldtur sat inni á snyrtistoíu og var að láta siiur-
fusa sig. Rakarinn var að raka hann og ljómandi falleg stúika.
var að snyrta á honum neglurnar. Harm var stöðugt að gera sig
til við stúlkuna, sem tók því fálega og að lokum spurði hann hana
að því, hvort hún vildi koma, með sér í leikhúsið um kvöldið. ,,fig
er hrædd um að það sé ekki hægt,“ sagði stúlkan, „ég er gift.“
„Spyrjið manninn yðar," sagði spjátrungurinn. ,,8g er viss
um að hann hefði ekkert á móti því.“
„Spyrjlð hann sjálfur," anzaði stúlltan. „Hann er að raka
yður."
Bennett Cerf.