Úrval - 01.04.1946, Blaðsíða 96
»4
TjTR VAL
skipaði Erighatn að nema staðar,
plægja og sá. Innan viku var orðin
gerbreyting á staðnum. Mennimir
sldptu sér í hópa og dreifðu sér um
átta fermilna svæði. Uxmn var beitt
fyrir plóga og herí'i og siðan var
plægt, herfað og sáð. Sumir af mönn-
imum fóru að höggva við, en aðrii-,
sem höfðu orð á sér fyrir skotfimi,
lögðu í veiðiferðir. Konumar bættu föt,
hjúkruðu sjúkum og elduðu matinn.
Eömin þustu um allt til þess að leita
að ætilegum rótum og villtum ávöxt-
um. Að mánuði liðnum var komið
stórt landnám í þessu ónumda landi.
írtsæðið tók að spíra á ökrunum og sló
grænum lit á hið plægða land. Sáð-
reitirnir voru girtir, og kofar, birgða-
hús og brunnar vora fullgerðir handa
Híðari leiðangursmönnunum.
Þegar þessu verki var lokið hér,
lagoi feroafóikið aftur af stað í vest-
urátt.
Næsti áfangastaður var í Mount
Pisgah. Hér var sáð korni að nýju,
hús byggð og síðan haldið áfram í
vestur. Þannig liðu sumarmánuðirn-
ir. Brigham hafði ráðgert að hafa
vetursetu á bökkum Missourifljóts,
þar sem nú stendur Councii Bluffs.
En mörg af áformum hans urðu að
engu við komu fólksins, sem hann
hafði skipað að bíða í Nauvoo þar til
uppskerunni væri lokið. Og áður en
Brigham náði Missouri var vegurinn
að baki honum alla leið til Iowa ein
óslitin röð af útflytjendum.
Brigham gat ekki ávítað þetta fólk,
þótt hann væri mjög hugsjúkur. Til
þess horfðu of mörg társtokldn augu
á hann, og til þess gripu of margir
sterkir menn í hendur hans og grétu.
„Við gátum ekki beðið,“ sögðu þeir.
„Lýðurinn óð inn í Nauvoo.“
„Þá það,“ sagði Brigham aftur og
aftur. „Mc-ðan ég á brauðmola, skal
verða skipt jafn á milli okkar.“
Dag eftir dag og viku eftir viku
hélt mannfjöldinn áfram að streyma
að. Þeir námu ekki staðar í Fagra-
íundi eða Mount Pisgah. Akefðin var
svo mikil að sjá Brigham og verða
honum samferða yfir Klettafjöllin.
Þegar að Missourifljóti kom, höfðu
15,000 manns bætzt í hópinn. Þeir
höfðu komið á 3000 vögnum og höfðu
meðferðis 30,000 búpenings. Brigham
hafði lagt af stað með tiltölulega fá-
mennan hóp, en hafði þó átt við næst-
um óyfirstíganlega örðugleika að
etja. Nú hafði hann fyrir að sjá
20,000 manns, auk þess sem fleirt
voru á leiðinni og vetur í aðsigi.
Vetur við Mi-ssouri.
Brigham og aðstoðarmeim hans
komu röð og regiu á í dvalarstaðnum
við Missouri. Brátt hafði hver maður
sínu starfi að gegna. Þeir fáu utan-
trúarmenn, sem komu frá þorpunum
i Iowa fyrir forvitnissakir, voru mjög
undrandi á hinu góða skipulagi, sero
ríkti á staðnum. Jafnvel Brigham
sjálfur varð undrandi, er hann gekk
öðru hvom upp á Ieiti og skyggndist
yfir ríki sitt. Landið sjálft var fag-
urt álitum, með skóga og sléttur á
víxl. Frá hinum háu hjöllum, við
fljótið lækkaði landið niður að frjó-
sömum flæðilöndum. Hann sá naut-
pening á beit, stundum allt að 5000
í einni hjörð. Flestir af mönnunum
vora önnum kafnir við að höggva og
saga trjávið tii kofabygginga undir
veturinn. Sumir létu sér aftur á móti
nægja moldarkofa í hjöllunum, yfii-
refta með pílviði.
Byggingum til ahnenningsþarfa var
einnig komið upp: ýmis konar verk-
stæðum, kornmyllu knúinni af vatni
úr fljótinu og enn fremur bænahúsi
fyrir almenning. Vígi var reist gegn
árásum Indíána, þótt Brigham bygg-
ist ekki við alvarlegum árekstrum,
þar eð trúbræðurnir voru þeim marg-
falt fjölmennari.
Brigham fór um þetta mikla svæði
allt til þess að leggja á ráð. Hann.
sagði, hvar ætti að leggja götur og
stigi, valdi sjálfur stað fvrir myllur
og verkstæði, kom á regluiegum póst-
ferðum milli staðarins og Nauvoo og
hvatti fólkið tii að syngja við verkin.