Úrval - 01.04.1946, Blaðsíða 74
72
ÚRVAL
kermismerki hans. Hér fékk
kann færi á að sýna takmarka-
lausa hollustu, sem honum var
í blóð borin, og hann fékk að
kynnast hjá lýðveldishermönn-
unum skilyrðislausri trú, sem
hélt velii unz augu þeirra
brustu.
Svo sótti styrjöldin okkur
heim 9. apríl. Quisiing talaði í
útvarpið. Nordahl Grieg hringdi
til mín þessa dapurlegu nótt, og
ennþá hljómar glaðleg og inni-
leg vinarrödd hans í eyrurn mér.
Það var vinarkallið, sern hann
hafði haft við mig öll æskuár
mín: „Halló meistari.“ Hann
vildi heimsækja mig þegar í
stað. Ég bý nokkrum mílurn
vestan við Osló. Nokkrum
klukkustundum síðar sátum við
saman og ræddum kringum-
stæðurnar. Þetta var skjanna-
bjartur aprílmorgunn. Aimað
hvort varð hann að fela sig hjá
mér eða halda norður á bóginn.
Hann sá óhugnanlega skýrt fyr-
ir, hvað einkenna mundi síjórn
Quislings: Fangelsin, fangabúð-
irnar, aftökurnar. Við urðum
sammála um, að hann yrði að
hverfa burt frá Osló, áður en
járngreipamar yrðu spenntar
um borgina, og nokkrum stund-
um síðar fylgdi ég honum að á-
ætlunarvagninum.
Við sátum lengi á vegarbrún-
inni, og gerðum einskonar
i'eikningsskil lífs okkar. Mér
varð hugsað um Nordahl og
hafði óljóst á tilfinningunni, að
þessi skilnaður yrði ef til vili
okkar síðasti. Svo kom vagninn,
og Nordahl hoppaði inn í nann,
rétt eins og hann væri að
skreppa í snögga ferð til Norð-
merkur. — „Halló meistari,"
kailaði hann, og síðasta kveðja
hans hélt áfram að hljóma í eyr-
um mér.
En Nordahl var ekki horfinn
úr lífi mínu, þó að ég sæi hann
aldrei framar. Aðrir geta sagt
frá Nordahl Grieg á stríðstím-
anum. En ég get vel sagt það, að
hinn dásamlegi vináttuhæfileiki
hans, viðkvæmni, trygglyndi og
fómarltmd — allt þetta, sem
við, nánustu vinir hans, þekktum
svo vel, það varð öllmn gefið á
stríðsárunum. Við áttum hann
ásamt allri norsku þjóðinni. Og
við nutum þeirrar ánægju að
sjá, að nú skildi Noregur hann,
nú lifðu landar hans í honum.
Því að loksins hafði skapast
fullkomin og sönn mynd af
Nordahl Grieg.
Og það var hægt að heimfæra